fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Hærra álverð vegur upp tekjutap í þorskveiðum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 08:00

Álverið í Straumsvík. Mynd: Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna samdráttar í aflaheimildum á þorski á næsta fiskveiðiári er fyrirsjáanlegt að gjaldeyristekjur muni dragast töluvert saman. Álverð mun þó vega það upp að stórum hluta en það fer hækkandi þessa dagana. Álverð er tengt við raforkuverð í sölusamningum íslensku orkufyrirtækjanna við álfyrirtækin.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að rekstrarumhverfi þeirra orkufyrirtækja sem eru með álverðstengingar í raforkusamningum við stórnotendur sé mjög hagfellt núna þar sem álverð sé hátt og gengi krónunnar lægra en verið hefur undanfarin ár. „Yfirleitt hefur það farið saman að krónan er mjög sterk þegar álverð hefur náð þeim hæðum sem nú sjást, sem er neikvætt fyrir þá sem selja rafmagn í Bandaríkjadölum og gera upp í íslenskum krónum. Það er ekki tilfellið núna, þó að krónan kunni hugsanlega að styrkjast frekar þegar líður á árið. En rekstrarumhverfi okkar er afar gott um þessar mundir með tilliti til þróunar á álmörkuðum,“ er haft eftir Jóhanni Snorra Sigurbergssyni, forstöðumanni viðskiptaþróunar hjá HS Orku.

Fram kemur að reikna megi með að tekjur af raforkusölu til álvera verði rúmlega 50 milljarðar á árinu. Er um þriðjungsaukningu að ræða miðað við 2019 en síðasta ár er varla hæft sem samanburðarár vegna heimsfaraldursins.

Árið 2018 var álverð tæplega 1.800 Bandaríkjadalir á tonn en hefur hæst farið í 2.500 dollara á hvert tonn á þessu ári.

Hækkandi álver fer því langt áleiðis með að bæta upp minna aflaverðmæti þorsks hvað varðar gjaldeyristekjur. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja minni þorskkvóti muni hafa í för með sér 17 milljarða í tapaðar gjaldeyristekjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki