fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Haraldur fær óvæntan stuðning úr ólíkum áttum – „Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sakar flokkssystkini sín um ofsafengin viðbrögð við yfirlýsingum Haraldar Benediktssonar um að hann muni ekki sætta sig við annað sætið ef það kemur í hlut hans í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi.

Þá segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, framsetningu Haraldar heiðarlega og sakar þá sem hafa gagnrýnt hann um að endurskrifa söguna.

Haraldur Benediktsson er um þessar mundir í prófkjörsslag við Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dóttur, ferða­mála- iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra,  í próf­kjöri Sjálfstæðisflokksins í Norð­vestur­kjör­dæmi. Sjálfur er Haraldur odd­viti flokksins í kjör­dæminu.

Hann gaf það út í gær að hann myndi ekki þiggja annað sætið, en sú yfirlýsing hefur verið harðlega gagnrýnd, þá sérstaklega af sjálfstæðiskonum í kjördæminu. Rósa Guð­munds­dóttir, for­maður bæjar­ráðs Grundar­fjarðar og bæjar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins var ein þeirra sem gagnrýndi Harald og spurði: „Getur Haraldur Benedikts­son ekki keppt við konu án hótana?“

Í færslu sem Brynjar Níelsson birti á Facebook segist hann undrast ofsafengin viðbrögð nokkurra flokkssystkina sinna. Hann talar um gagnrýnina í garð Haraldar sem upphlaup sem hafi að markmiði að hafa áhrif niðurstöðu prófkjörsins. Þá heldur Brynjar því fram að „freki kallinn“ sé ekki Haraldur, og gefur sterklega til kynna að þessi umræddu flokkssystkini sín séu í raun „freki kallinn“.

„Ég undrast mjög ofsafengin viðbrögð nokkurra flokksystkina minna við heiðarlegu svari Haraldar Benediktssonar um að hann léti gott heita ef honum yrði hafnað í prófkjöri sem áframhaldandi oddvita sjálfstæðismanna í Norðvestur kjördæmi. Þetta hefur legið fyrir í marga mánuði og verið á flestra vitorði. Þessi upphlaup núna eru augljóslega til þess að hafa áhrif niðurstöðu prófkjörsins. Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson. Hann gerði ekkert annað en að segja satt aðspurður. Það er allur glæpurinn.“

Björn Leví spyr hvers vegna skilaboð Haralds séu túlkuð sem hótun, en sjálfum finnist honum framsetningin heiðarlega gagnvart kjósendum.

„Haraldur segir:
„Ég er reiðubú­inn að gera það áfram. Feli flokks­menn öðrum það hlut­verk er það skýr niðurstaða.
Það get­ur ekki verið gott fyr­ir nýj­an odd­vita að hafa þann gamla í aft­ur­sæt­inu.“
Af hverju er þetta túlkað sem hótun? Mér finnst þetta bara mjög heiðarleg framsetning sem kjósendum er boðin upp á _áður_ en kosið er. Auðvitað eiga frambjóðendur að láta kjósendur vita hvað atkvæði þeirra mun þýða þegar talið er upp úr kjörkössunum (þetta er vægt skot á flokka sem fara óbundnir til kosninga).
En svona er pólitíkin víst, það er alltaf verið að reyna að endurskrifa söguna og leggja öðrum orð í munn.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi