fbpx
Þriðjudagur 21.september 2021
Eyjan

Aðeins örfá atkvæði skildu þau að – Óhappatalan sökkti Bryndísi

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 13. júní 2021 10:05

Úff

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðismanna lágu fyrir seint í gærkvöldi. Litlar breytingar urðu á listanum frá fyrstu tölum nema þá að Bryndís Haraldsdóttir færði sig upp úr þriðja sæti í annað sæti og ýtti Jóni Gunnarssyni niður í öðrum tölum. Jón náði sér þá á strik í lokatölunum og ýtti Bryndísi aftur niður fyrir sig á listanum.

Niðurstaðan var þessi:

1. Bjarni Benediktsson hlaut 3.825 atkvæði í 1. sæti, eða um 81% stuðning.

2. Jón Gunnarsson hlaut 1.134 atkvæði í 1.-2. sæti.

3. Bryndís Haraldsdóttir hlaut 1.616 atkvæði í 1.-3. sæti. Bryndís hlaut jafnframt 1.121 atkvæði í 1.-2. sætið, og var því aðeins 13 atkvæðum frá því að setja Jón Gunnarsson endanlega aftur fyrir sig. Ef sá sem þetta ritar væri vinur Bryndísar í kraganum en gleymdi að kjósa, myndi hann láta vera að segja henni frá því.

4. Óli Björn Kárason hlaut 1.950 atkvæði í 1.-4. sætið. Óli Björn átti aldrei séns í 2. eða 3. sætið, en hann var um 250 atkvæðum frá því sæti. Hins vegar hlaut Óli Björn fleiri atkvæði í 4. sætið en nokkur annar frambjóðandi. Litlu muna að héraðsdómarinn Arnar Þór ýtti honum neðar.

5. Arnar Þór Jónsson náði 2.261 atkvæðum í 1.-5. sætið. Eins og að ofan sagði munaði litlu á honum og Óla Birni, eða aðeins 39 atkvæðum. Glæsilegur árangur fyrir nýliða sem eiga oft erfitt uppdráttar í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn náði fjórum þingmönnum inn í kosningunum 2017, og því ljóst að um baráttusæti er að ræða. Nú verður vitanlega róið öllum árum að því að koma dómaranum inn á þing.

6. Sigþrúður Ármann fékk 2617 atkvæði í 1.-6. sætið. Útilokað er að sjötta sætið dugi til þingmennsku, en hún Sigþrúður gæti orðið fyrsti varaþingmaður í fimm þingmanna kjördæmi og þá allar líkur á að hún sjái smá þingaksjón á næsta kjörtímabili.

Aðeins eru gefin upp 1.-6. sætið, en fleiri öttu kappi um sæti á lista Sjálfstæðismanna í kraganum. Vilhjálmur Bjarnason er einn þeirra. Vilhjálmur tryggði sér þingsæti í síðasta prófkjöri sem haldið var í kjördæminu, árið 2016. Á listann þótti hins vegar vanta konur og fór svo að Bryndís Haraldsdóttir var færð upp á kostnað Vilhjálms, sitjandi þingmanns. Síðan þá hefur Vilhjálmur staðið sig vel í að halda sjálfum sér inni í umræðunni. Skrifað fjölda aðsendra greina og verið duglegur að láta sig málin varða. Engu að síður fór sem fór. Vilhjálmur skrifaði í morgun hjartnæma kveðju á Facebook þar sem hann stimplaði sig endanlega út úr stjórnmálum og þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Færsluna má sjá hér að neðan.

Heilt yfir verður seint sagt að Sjálfstæðismenn hafi umbylt framboðslista sínum í suðvesturkjördæmi í prófkjöri sínu í gær. Eina breytingin á listanum er að Jón verður í öðru sæti á eftir Bjarna og Bryndís í því þriðja.

Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn í suðvesturkjördæmi og hlaut í kosningunum 2017 30,9% atkvæða. Hvergi annars staðar kemst stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn nálægt því sem gerist í kraganum. Því er alveg hugsanlegt að flokkurinn nái inn fimmta manni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Geggjað vöfflupartí hjá VG eftir sögulega gönguferð

Geggjað vöfflupartí hjá VG eftir sögulega gönguferð
Eyjan
Í gær

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tómas Ellert hellir sér yfir Guðna Ágústsson – „Hér er um að ræða vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð í minn garð“

Tómas Ellert hellir sér yfir Guðna Ágústsson – „Hér er um að ræða vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð í minn garð“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir íslenskt fyrirtæki hafa keypt hlutabréf á 20 þúsund krónur og selt á tæplega hálfan milljarð

Ragnar segir íslenskt fyrirtæki hafa keypt hlutabréf á 20 þúsund krónur og selt á tæplega hálfan milljarð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Aðalheiður segir að ekkert sé að óttast við ESB-aðild

Aðalheiður segir að ekkert sé að óttast við ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole segir Framsóknarflokkinn vera gamlan og steinrunninn bændaflokk sem standi fyrir einangrunarstefnu og kyrrstöðu

Ole segir Framsóknarflokkinn vera gamlan og steinrunninn bændaflokk sem standi fyrir einangrunarstefnu og kyrrstöðu