fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Segja Katrínu hafa vitað um hegðun Kolbeins fyrir ári síðan – Skjáskot af samskiptum í dreifingu daginn sem hann hætti

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 11. júní 2021 11:53

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, var upplýst um ámælisverða hegðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns flokksins, fyrir um það bil ári. Málið varðaði hegðun hans gagnvart konu, en auk þess hafa reynslusögur fleiri kvenna af honum verið á kreiki undanfarin misseri, bæði innan og utan flokksins. Frá þessu greinir Kjarninn.

Fagráði Vinstri grænna barst kvörtun vegna Kolbeins í mars, sem á endanum varð til þess að í síðasta mánuði greindi hann frá því að hann hygðist hætta í stjórnmálum. Ástæðan sem hann nefndi var slæm framkoma hans gagnvart konu. Það var þó annað mál sem Katrín var upplýst um fyrir ári síðan.

Kjarninn vísar í skrifleg svör Katrínar, en hún hvorki játar né neitar að hafa verið gert viðvart um ámælisverða háttsemi Kolbeins fyrir ári síðan. Þá segir hún að hún yrði bundin trúnaði myndi einhver leita til hennar í máli sem þessu.

Þá er einnig greint frá því að daginn sem Kolbeinn tilkynnti um brottför sína úr stjórnmálum hafi hegðun hans verið rædd í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Í kjölfar þess fór skjáskot af samskiptum innan flokksins í dreifingu á meðal einstaklinga innan flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki