fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Glúmur fer hörðum orðum um Gunnar Smára – „Fokkaðir öllu upp og nauðlentir við strætóskýli“

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 14:30

Gunnar Smári (t.v.) og Glúmur Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glúmur Baldvinsson mun leiða lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í komandi þingkosningum. Glúmur er sonur Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum fjármála- og utanríkisráðherra.

Í færslu sem Glúmur birti á Facebook-síðu sinni í gær skýtur hann á Gunnar Smára og gefur í skyn að hann sé hræsnari.

„Nú réðstu mig ungan á eitt blaða þinna sem öll fóru að endingu á hausinn. […] Þá sagðirðu mér að allir pólitíkusar væru skíthælar enda réðstu jafnt á þá alla. En þú sagðir mér þó að þinn maður væri Vimmi (Vilmundur heitinn Gylfason) sem þá var fallinn frá fyrir nokkru og að þú værir í grunninn sósíaldemókrati. Sem þýðir á íslensku krati,“ segir Glúmur.

Hann segir að þegar hann hafi næst hitt Gunnar hafi hann verið orðinn kapítalisti og háttsettur í hirð Jóns Ásgeirs.

„Eitt sinn hittumst við á kaffihúsi á því tímabili og ég lenti í þeirri skringilegu stöðu að verja Davíð Oddsson af öllum mönnum sem þú af ástríki varst með á heilanum í þá daga enda seppi Jóns Ásgeirs. Svo flaugstu um á einkaþotum herra þíns og fokkaðir öllu upp og nauðlentir við strætóskýli í miðborg Reykjavíkur en varst enn of stór til að taka næsta strætó heim,“ segir Glúmur en í bók Jóns Ásgeir, Málsvörn, kemur fram að Gunnar Smári hafi flogið til Danmerkur á einkaþotu. Hann var gagnrýndur fyrir það og þótti mörgum ekki sæmandi að sósíalistaforingi hefði ferðast á einkaþotu.

Glúmur segir að stuttu eftir þetta hafi kapítalisminn brugðist Gunnari hafi hann fundið sér nýja stefnu sem hann boðar í dag. Sósíalisma.

„Sósíalisma sem tortímdi og tortímir en tugum milljóna um alla veröld. Sósíalismi drap fleiri einstaklinga en nokkurt annað fyrirbæri á liðinni öld. En samt boðar þú sósíalisma í dag. Kenningu sem brást og spurði aldrei um eðli mannsins eða hvernig auður verður til til að skipta honum. Hvað gerirðu næst Smári þegar sósíalisminn bregst þér eins og hann brást tugmilljónum öðrum? Hvað næst? Og hvað þá?“ segir Glúmur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega