fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Auglýsingar Samherja á mbl.is vekja furðu – „Ábyrgðarleysi í Efstaleiti“

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 30. apríl 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gagnrýni sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja á starfsemi RÚV, og þá sérstaklega á Helga Seljan, blaðamann RÚV, hefur varla farið framhjá neinum. Hefur fyrirtækið meðal annars birt myndbönd á Youtube sem vakið hafa athygli, og þá sér í lagi þar sem þau virðast birtast í barnaefni sem spilað er hér á landi. Á dögunum birtist svo auglýsing á mbl.is með textanum „Ábyrgðaleysi í Efstaleiti“ en auglýsingin er birt af Samherja. Ef ýtt var á auglýsinguna opnaðist nýjasta auglýsing Samherja á YouTube.

Það myndband ber titilinn „Fundinn sekur um alvarlegt brot gegn siðareglum vegna skrifa um Samherja“ og vitnað er í úrskurð siðanefndar RÚV en það var Samherji sem kærði skrif Helga. Það vekur athygli að myndbandið er með aðeins 47 „like“ en 257 „dislike“. Það gera tæplega 5,5 „dislike“ á hvert „like“.

Guðmundur Pálsson, formaður SÍA (Samband íslenskra auglýsingastofa), segir að það sé lítið hægt að gera í þessum auglýsingum Samherja.

„Við hjá SÍA erum með siðanefnd og siðareglur sem eru á vefsíðu okkar. Það virkar þannig að ef einhver er ósáttur við einhverjar auglýsingar og finnst á þeim brotið, þá er hægt að koma með erindi til nefndarinnar,“ segir Guðmundur í samtali við DV.

Komist siðanefnd að þeirri niðurstöðu að auglýsing sé brot á siðanefndum er þó ekkert gert í málinu nema fyrirtækjum ráðlagt að fjarlægja þær.

Guðmundur segir það ekki vera algengt að fjölmiðill birti aðför gegn öðrum fjölmiðli sem auglýsingu og segist sjálfur ekki muna eftir öðru dæmi. Það verður því að teljast eftirtektarvert að mbl.is birti auglýsingu Samherja.

Margir hafa gagnrýnt þessa aðför Samherja á seinustu dögum, meðal annars Bubbi Morthens, en hann hefur staðið í opinberlegum deilum við Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“