fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Sviðstjóri Krabbameinsfélagsins og Kvennadeildar Landspítalans skrifar um Svandísi – Segir að kyn eigi ekki að skipta öllu máli

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 14:30

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kon­ur eru nú tæp 40% þing­manna og 45% ráðherra. Þær eru nú í æ rík­ara mæli í fyrstu sæt­um í for­vali og próf­kjöri flokk­anna, sem bend­ir til þess að kon­ur verði mögu­lega í meiri­hluta þing­manna á næsta þingi.“

Svona hefst pistill Kristjáns Sigurðssonar, pró­fess­or emer­it­us, fyrr­ver­andi yf­ir­lækn­ir og sviðsstjóri á Leit­ar­stöð Krabbameinsfélags­ins og Kvenna­deild Land­spít­ala. Pistillinn birtist í Morgunblaðinu. „Það ber vissu­lega að fagna slíkri þróun ef satt reyn­ist að kon­ur hafi meira hyggju­vit en karl­ar sam­an­ber hinar oft til­nefndu „hag­sýnu hús­mæður“,“ segir Kristján.

Af orðum Kristjáns að dæma virðist hann ekki alveg sáttur með störf Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. „Greinarhöfundur starfaði í ára­tugi inn­an heil­brigðisþjón­ust­unn­ar og hef­ur fylgst með afar um­deildri fram­göngu Svandís­ar Svavars­dótt­ur heilbrigðisráðherra á síðasta kjör­tíma­bili,“ segir Jón og nefnir það sem umdeilt hefur verið.

„Má þar nefna aðför að starf­semi sjálf­stætt starf­andi lækna, deil­ur um fjár­mögn­un hjúkr­un­ar­heim­ila, vist­un biðlista sjúk­linga í liðskiptaaðgerðir á er­lendri grundu, sótt­varn­ar­reglu­gerð sem ekki stóðst lög og fram­göngu henn­ar í mál­efn­um krabba­meins­leit­ar kvenna sem leiddi til dreifðrar stjórn­un­ar leit­ar sam­hliða út­vist­un grunn­rann­sókna leg­hálskrabba­meins­leit­ar til er­lendr­ar rannsókn­ar­stofu.“

Kristján segir Svandísi ekki hafa hlustað á ráðleggingar frá öðrum sérfróðum kunnáttuaðilum þegar kom að þessum málum. „Ráðherra seg­ist hér fara að ráðum „bestu sér­fræðinga“ en hlust­ar ekki eft­ir ráðlegg­ing­um annarra sér­fróðra kunn­áttuaðila,“ segir hann og bendir á að fjöl­mennur hópur kvenna hefur stofnað til Facebook-hópsins  „Aðför að heilsu kvenna“.

Þá segir Kristján að kyn frambjóðenda ætti ekki að skipta máli en mikið hefur verið rætt um uppstillingar í flokkum fyrir komandi þingkosningar. Til að mynda vakti það athygli í vor þegar Hólmfríður Árnadóttir, nýr oddviti VG í Suðurkjördæmi, sagði að það væri í lagi ef þrjár konur væru í efstu sætum framboðslista en þrír karlar í efstu sætunum væru ekki í lagi.

Sjá einnig: Oddviti VG:Þrjár konur í lagi en ekki þrír karlar – „Þetta hljómar ekki mjög jafnréttissinnað, sko“

„Reynsla síðasta kjör­tíma­bils bend­ir þannig til að í kom­andi þing­kosn­ing­um skipti kyn ein­stakra fram­bjóðenda ekki öllu máli held­ur ættu kjós­end­ur frek­ar að byggja mat sitt á trú­verðug­leika ein­stakra fram­bjóðenda og mál­efna­legri stefnu stjórnmálaflokkanna,“ segir Kristján í lokaorðum pistilsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“