fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

„Þráhyggjan er slík að manni verður einfaldlega illt að fylgjast með þessu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 26. apríl 2021 11:28

Á myndinni má sjá umrædda uppákomu eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir hegðun Samherja gagnvart Helga Seljan og RÚV smásálarlega.

Ekki hefur farið framhjá mörgum að Samherjamenn bera litla ást til RÚV og Helga eftir umfjöllun Kveiks um málefni Samherja í Afríku og meinta brotastarfsemi þeirra þar. Samherji ákvað að svara fyrir sig með því að birta myndskeið á netinu þar sem starfshættir RÚV og Helga eru gagnrýndir og gerðir tortryggjanlegir. Nú síðast birtist slíkt myndband rétt fyrir helgi.

Fjölmargir hafa stigið fram til að gagnrýna framgöngu Samherja og verja Helga Seljan. Nú hefur Kolbeinn slegist í þann hóp.

„Forsvarsmenn Samherja nýt aauð sinn í endalausar árásir gegn fréttamanni sem þeim finnst hafa verið sér óþægur ljár í þúfu. Og í leiðinni að allri fréttastofu RÚV. Auð sem þeir hafa öðlast við að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Og sækja að einstaka starfsmönnum Seðlabankans.

Þetta er ljótt. Smásálarlegt. Þráhyggjan er slík að manni verður einfaldlega illt að fylgjast með þessu,“ skrifar Kolbeinn á Facebook.

Kolbeinn veltir fyrir sér hvort að forsvarsmenn Samherja séu almennt úr takti við samfélagið og rifjar af því tilefni upp atvik þar sem Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Baldvinssonar forstjóra Samherja, veittist að Má Guðmundssyni þáverandi Seðlabankastjóra eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um Seðlabankamálið.

„Ég velti því oft og tíðum fyrir mér hvort forsvarsmenn Samherja séu algjörlega úr takti við samfélagið. Mér fannst hegðun sumra þeirra á nefndarsviði Alþingis, þar sem þeir veittust að þáverandi seðlabankastjóra, benda til þess.
Gaf ákveðna tilætlunarsemi til kynna, elítuhugsun um að vera yfir þetta allt hafinn og reglur samfélagsins giltu ekki um þá.
Þegar ég steig á milli voru það ósjálfráð viðbrögð við því að ungur og kraftalegur maður veittist að eldri manni. En þetta var svo miklu meira en það; það hvernig þú bregst við fólki sem þér finnst vera þér mótdrægt segir nefnilega allt um þig sem manneskju. Og viðbrögðin þarna voru að það ætti bara að öskra þetta óþægilega í burtu.“
Kolbeinn segir Samherjamenn enn við sama heygarðshornið og þeir hiki ekki við að nýta forréttindastöðu sína til að reyna að „öskra það óþægilega í burtu“.
„Reynið frekar að líta í eigin barm og þroskast af þessari lífsreynslu.
Ég vona að Helgi Seljan, fólkið á fréttastofu RÚV og þeir starfsmenn Seðlabankans sem undir eru hafi það eins gott og hægt er undir þessum ömurlegu kringumstæðum. Hugur minn er alltént hjá þeim.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“