fbpx
Sunnudagur 16.maí 2021
Eyjan

Páll ekki næsti ritstjóri Morgunblaðsins

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 11:15

Páll Magnússon, Mynd -Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon er ekki á leiðinni í ritstjórastarf Morgunblaðsins. Þetta staðfestir hann í Bítínu á Bylgjunni í morgun.

Páll hefur verið orðaður við starfið síðan hann tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi þingkosningar. Davíð Oddsson, annar ritstjóri Morgunblaðsins, er orðinn 73 ára og líklegt að hann skelli sér á eftirlaun á næstunni. Páll var sagður eiga að taka við af honum og ritstýra blaðinu ásamt Haraldi Johannessen. Þegar Páll var spurður út í þessa orðróma var svarið hans einfalt:

„Neineinei, þessi saga er svo lífseig að ég þarf að standa í rökræðum niðri í þingi út af þessu. Þar sem fólk telur sig vita. Það hefur bara enginn hringt. En þá er sagt: Ég veit nú allt um þetta.“

Páll tjáði sig þó ekki um hvað hann ætlaði sér að gera í haust þegar nýtt þing kemur saman en kosið verður 25. september næstkomandi. Spennandi verður að fylgjast með því hvað Páll ætlar sér að gera en hann fagnar 67 ára afmæli í sumar og spurning hvort hann fari á eftirlaun á undan Davíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Arnar segir að hér ríki gervifrjálslyndi og þrengt sé að frelsi fólks

Arnar segir að hér ríki gervifrjálslyndi og þrengt sé að frelsi fólks
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dóttir Guðbrands hefur fengið hótanir og ljót skilaboð vegna baráttu sinnar gegn kynferðisofbeldi

Dóttir Guðbrands hefur fengið hótanir og ljót skilaboð vegna baráttu sinnar gegn kynferðisofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bar félag sitt saman við Eflingu og fleiri – Betri kjör í öllum liðum

Vilhjálmur bar félag sitt saman við Eflingu og fleiri – Betri kjör í öllum liðum