fbpx
Laugardagur 15.maí 2021
Eyjan

Brynjar neikvæður og rauk beint í Ríkið – „Sennilega rétt hjá Þorvaldi Gylfasyni að spillingin sé grasserandi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 17:00

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er búinn að fá niðurstöðu úr seinni sýnatöku vegna COVID-19 og reyndist neikvæður. Hann fagnaði niðurstöðunni með því að fara í Ríkið.

Hann hefur þó ekki fengið boðun í bólusetningu líkt og borgarstjóri. Brynjar gerir þessu skil í færslu á Facebook á gamansaman hátt, líkt og hann er orðinn þekktur fyrir.

„Þá er komin neikvæð niðurstaða úr seinni skimun hjá mér. Hún gat auðvitað ekki orðin önnur enda ekkert jákvætt sem kemur frá þér, sagði Óli Björn, vinur minn. Hljóp strax í hina ríkisreknu smásöluverslun, sem er mér svo kær. Hugsið ykkur allar hörmungarnar sem myndu dynja á þjóðinni ef einkaaðilar rækju slíka verslun.
Ég hef ekki fengið boðun í bólusetningu, eins og Borgarstjórinn, þótt ég hafi lært heilsufræði í gamla daga eins og hann. Borgarstjóra er greinilega gert hærra undir höfði en þingmönnum. Sennilega rétt hjá Þorvaldi Gylfasyni að spillingin sé grasserandi.“
Brynjar skellti sér til Spánar um páskana til að heimsækja bróður sinn, Gústaf Níelsson. Fékk hann fyrir vikið yfir sig nokkra gagnrýni fyrir að ferðast þegar landsmönnum væri almennt ráðið gegn því.  Meðal þeirra sem gagnrýndu ferðalagið var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, en Kári sagði Brynjar reka fingur framan í sóttvarnaryfirvöld með hegðun sinni og slíkt væri ekki æskilegt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni segir að það sé ekki nóg til – Segir slagorð ASÍ á 1. maí vera rangt – „Það vantar 300 milljarða“

Bjarni segir að það sé ekki nóg til – Segir slagorð ASÍ á 1. maí vera rangt – „Það vantar 300 milljarða“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dóra svarar fullum hálsi – „Þá verða þau voðalega móðguð og sár sem er klassískt fyrir Sjálfstæðisflokkinn“

Dóra svarar fullum hálsi – „Þá verða þau voðalega móðguð og sár sem er klassískt fyrir Sjálfstæðisflokkinn“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Unnið að endurfjármögnun Vaðlaheiðarganganna

Unnið að endurfjármögnun Vaðlaheiðarganganna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolbeinn dregur framboð sitt til baka vegna slæmrar framkomu sinnar við konur

Kolbeinn dregur framboð sitt til baka vegna slæmrar framkomu sinnar við konur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum
Dómari tekur til máls
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilja grímurnar burt – Segir fáa trúa því að grímuskylda breyti nokkru um útbreiðslu faraldursins

Vilja grímurnar burt – Segir fáa trúa því að grímuskylda breyti nokkru um útbreiðslu faraldursins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“