fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Karen Kjartansdóttir hætt hjá Samfylkingunni – „Takk elsku Karen fyrir allt“ 

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 9. apríl 2021 10:03

Karen Kjartansdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, Karen Kjartansdóttir, hefur sagt óskað eftir starfslokum hjá flokknum, en hún hefur gegnt starfinu undanfarin tvö ár. Ástæðan mun vera samstarfsörðugleikar við Kjartan Valgarðsson sem nýlega var kjörinn formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hún birti yfirlýsingu vegna þessa í Facebook-hóp Samfylkingarinnar.

Ég vil óska Samfylkingarfólki hjartanlega til hamingju með öfluga framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar í haust en þeir liggja nú flestir fyrir. Á sama tíma vil ég þakka öllu flokksfólki fyrir samfylgdina undanfarin tvö og hálft ár en ég hef óskað eftir starfslokum sem framkvæmdastjóri flokksins og hefur formaður flokksins fallist á þá ósk mína.

Á síðasta landsfundi kusu flokksmenn nýjan formann framkvæmdarstjórnar, það liggur í eðli starfseminnar að framkvæmdarstjóri og formaður framkvæmdarstjórnar þurfi að eiga mjög náið samstarf. Fljótlega kom í ljós að hugmyndir okkar um samstarfið væru of ólíkar til að það gæti gengið.

Ég tel því farsælast fyrir Samfylkinguna að leiðir skilji á þessum tímamótum og áður en kosningabarátta hefst af fullum krafti. Ég vil sérstaklega þakka Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, Heiðu Björg Hilmisdóttur, varaformanni og Ingu Björk Bjarnadóttur, fyrrverandi formanni framkvæmdastjórnar, fyrir góð samskipti og ánægjulegt samstarf. Samfylkingarfélögum óska ég velfarnaðar og flokknum velgengni í komandi kosningum“

Óhætt er að segja að ólga hafi verið meðal Samfylkingarmanna undanfarna mánuði þar sem mikið hefur verið deilt um fyrirkomulag uppstillinga á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Meðal þess sem gripið hefur verið til var að Kjartan ákvað að reyna að lægja öldur með því að taka upp ritstkoðun á Faceboook-vettvangi flokksins, en sú aðgerð hefur lagst misvel í flokksmenn.

Undir færslu Karenar á áðurnefndum hóp senda margir Karen kveðju og segja þetta slæmar fréttir.

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar segir: „Mikil gæfa að hafa fengið að kynnast þér og vinna með þér.“

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður, skrifar: „Takk kæra Karen fyrir samstarfið. Hlakka til að sjá til þín um allt samfélag og fjöll.“

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður, þakkar Karen fyrir allt: „Takk elsku Karen fyrir allt.“

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, skrifar: „Takk fyrir mikilvægt framlag og fallegt samstarf kæra Karen. Þú komst inn á flóknum tíma í flokknum og átt stóran þátt í uppbyggingu hans á liðnum árum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun