fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Eyjan

Segir að Katrín sé langhæfasti stjórnmálamaður landsins og nauðsynlegt að hún verði áfram forsætisráðherra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 08:55

Katrín Jakobsdóttir. Mynd: Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sé langhæfasti stjórnmálamaður landsins og óhjákvæmilegt sé að hún verði næsti forsætisráðherra, hvort sem núvrandi stjórn heldur velli eða mynduð verður vinstri stjórn með VG innanborðs.

Frá þessu segir leiðara Fréttablaðsins í dag. Kolbrún skrifar:

„Þjóðin er að stórum hluta þegar búin að gera upp við sig hvern hún vill sem forsætisráðherra. KatrínJakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra, nýtur yfirburða trausts. Hún hefur verið einkar farsæll forsætisráðherra, sterk og ákveðin manneskja, sanngjörn og býr yfir nauðsynlegri samningalipurð.
Meira að segja þeir sem andvarpa yfir tilveru Vinstri grænna (og þeir eru ansi margir) viðurkenna flestir að enginn núlifandi stjórnmálamaður er betur til þess fallinn að gegna starfi forsætisráðherra en einmitt Katrín Jakobsdóttir. Haldi núverandi ríkisstjórn áfram veginn eftir næstu kosningar blasir við að Katrín mun verða leiðtogi þeirrar stjórnar. Verði annars konar stjórnarmynstur, en þó með Vinstri græn innanborðs, er nauðsynlegt fyrir þá ríkisstjórnarflokka að velja Katrínu sem forsætisráðherra, enda er hún langöflugasti stjórnmálamaður landsins. Annað val á forsætisráðherra myndi veikja þá stjórn til muna.“

Kolbrún segir að þetta sé sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að traust til stjórnmálamanna sé almennt frekar lítið.

Kolbrún segir ennfremur að núverandi ríkisstjórn hafi staðið sig þokkalega og hún gæti haldið velli. Það sé „ekki sérlega ógnvekjandi tilhugsun“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir