fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Ágúst nefnir sex sjokkerandi staðreyndir um Ísland

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 13. mars 2021 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði í gær pistil sem bar yfirskriftina „Sex sjokkerandi staðreyndir um Ísland“ en pistillinn birtist á Vísi. Eins og nafn pistilsins gefur til kynna fór Ágúst yfir sex staðreyndir um Ísland sem gætu komið fólki á óvart. Hér fyrir neðan má sjá staðreyndirnar sem Ágúst nefnir:

  1. Það tekur meðalforstjórann í Kauphöllinni rúmlega einn dag að vinna sér inn mánaðartekjur öryrkjans, eldri borgarans eða þess atvinnulausa. Rúm dagslaun forstjórans eiga að duga hinum í einn mánuð.

  2. Ríkustu 10% Íslendinga eiga meira af hreinum eignum en allir hinir af þjóðinni, sem eru 90% landsmanna.

  3. Fjármagnstekjuskatturinn, sem er sá skattur sem hinir ríku greiða helst, er lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum.

  4. Veiðileyfagjöldin, sem helst stóru útgerðirnar borga, lækkuðu um tæp 60% á þremur árum. Árlegur arður sem rennur beint í vasa útgerðarmannsins og fjölskyldu hans er hærri en veiðileyfagjöldin sem eigandi auðlindarinnar, þjóðin, fær.

  5. Nú búa allt að 35 þúsund Íslendingar við fátækt samkvæmt Hagstofunni. Af þeim eru 10 þúsund börn!

  6. Það hafa aldrei jafnmargir þurft nú að sækja sér mataraðstoð á Íslandi.

Eftir að hafa talið upp staðreyndirnar fer Ágúst yfir það sem honum finnst að stjórnmál eigi að snúast um. Það er mjög margt fólk hér á landi sem þarf jafnvel að neita sér um læknisaðstoð og getur ekki veitt börnum sínum það sem jafnöldrum þeirra þykir sjálfsagt. Þetta fólk býr oft í vondum og jafnvel hættulegum húsum. Hér er því fólk sem á allt og hér er fólk sem á ekkert,“ segir hann. „Þetta finnst mér að stjórnmál ættu að snúast um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda