fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Eyjan

Inga Sæland vill halda vanskilum einstaklinga leyndum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 14:00

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um persónuvernd, lögum um neytendalán og lögum um fasteignalán.

Frumvarpið leggur til að framvegis verði vinnsla upplýsinga sem varða fjárhagsmálefni einstaklinga, í því skyni að miðla þeim til annarra í gróðaskyni, bönnuð. Verði frumvarpið að lögum verður bannað að miðla upplýsingum um t.d. vanskil og lánshæfi einstaklinga. Það verður því ekki lengur hægt að fela þriðja aðila að framkvæma lánshæfismat og í kjölfarið verða lánveitendur sjálfur að leggja mat á lánshæfi neytenda.

Meðal röksemda fyrir frumvarpinu er að lánsfjármagn sé nauðsynlegt fyrir fólk til að komast úr fátæktargildru, þ.e. að það geti keypt fasteign og losni af leigumarkaði. Lánshæfirmat sem fólk gengst undir til að geta keypt fasteign byggir meðal annars á viðskiptasögu viðkomandi. Segir í greinargerð með frumvarpinu að margir fái ekki fyrirgreiðslu í lánastofnunum þó að þeir séu með mikla greiðslugetu, vegna sögu um vanskil:

„Aðgangur að lánsfjármagni er grunnforsenda þess að fólk geti komið sér úr klóm fátæktarinnar. Ef fólk nær að losna út af leigumarkaðnum og komast í eigin fasteign þá loks fær það ráðrúm til að ná upp eignarmyndun. Í stað þess að greiða leigu greiðir fólk afborganir af lánum, sem í mörgum tilfellum eru jafnvel lægri en leigugreiðslur fyrir sambærilegt húsnæði. Það eiga þó ekki allir jafn greiðan aðgang að lánsfjármagni.

Neytendur þurfa að standast lánshæfis- og greiðslumat áður en lánastofnanir veita þeim lán. Greiðslumatið fer þannig fram að lagt er mat á reglulegar tekjur og fyrirhuguð útgjöld lántakanda og áætlað hver greiðslugeta hans er. Lánshæfismatið er m.a. byggt á viðskiptasögu aðila á milli eða upplýsingum úr gagnagrunnum um fjárhagsmálefni og lánstraust.

Sífellt berast fréttir af fólki sem getur ekki fengið lán frá lánastofnunum vegna niðurstöðu lánshæfismats. Margir fá synjun á fyrirgreiðslu þrátt fyrir góða greiðslugetu og án þess að lán séu í vanskilum. Fólk fær gjarnan þá skýringu að vegna þess að þriðji aðili hafi gefið því of lága einkunn geti lánastofnunin ekki veitt því lán. Slík einkunnagjöf er svokallað persónusnið. Með því er átt við sjálfvirka vinnslu persónuupplýsinga sem felst í því að nota þær til að meta ákveðna þætti er varða hagi einstaklings, einkum að greina eða spá fyrir um þætti er varða greiðslustöðu hans. Slík persónusnið eiga ekki að leiða til sjálfvirkrar ákvarðanatöku. Því mega lánastofnanir ekki hafna lánveitingu án þess að taka tillit til annarra atriða. Engu að síður hafa slík persónusnið mikið vægi við mat á lánshæfi einstaklings.“

 

Frumvarpið má lesa hér

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásakanir um kynferðisofbeldi valda titringi innan Sjálfstæðisflokksins – „Ástæðan fyrir því að fólk tekur ekki þátt í pólitík!“

Ásakanir um kynferðisofbeldi valda titringi innan Sjálfstæðisflokksins – „Ástæðan fyrir því að fólk tekur ekki þátt í pólitík!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Silfrið: Brostin samstaða um sóttvarnir og feluleikir Svandísar og Þórólfs – „Hann vildi bara ekkert fá þetta í Landsrétt“

Silfrið: Brostin samstaða um sóttvarnir og feluleikir Svandísar og Þórólfs – „Hann vildi bara ekkert fá þetta í Landsrétt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum
Farsóttarfangelsið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynjar svarar skotum Kára – Segir ferðina ekki hafa verið að óþörfu – „Hluti af óstjórnlegu frekjukasti“

Brynjar svarar skotum Kára – Segir ferðina ekki hafa verið að óþörfu – „Hluti af óstjórnlegu frekjukasti“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Birtir opið bréf til Kára vegna Kastljóssviðtalsins – „Hvet þig til að íhuga orð mín“

Birtir opið bréf til Kára vegna Kastljóssviðtalsins – „Hvet þig til að íhuga orð mín“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Lögleiðum ölvunarakstur“ segir Karen – „Þessi áróður um ölvunarakstur minnir mig á umræðuna um hryðjuverk“

„Lögleiðum ölvunarakstur“ segir Karen – „Þessi áróður um ölvunarakstur minnir mig á umræðuna um hryðjuverk“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andrés segir Pál hafa skilið Sjálfstæðisflokkinn eftir úti í kuldanum – Hvað mun gerast í Suðurkjördæmi?

Andrés segir Pál hafa skilið Sjálfstæðisflokkinn eftir úti í kuldanum – Hvað mun gerast í Suðurkjördæmi?