fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Eyjan

Samgöngumál Íslands í höndum dýralækna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. janúar 2021 18:35

Dýralæknarnir Bergþóra Þorkelsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Árni Mathiesen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örpistill

Athygli vekur að þrír helstu valdamenn landsins er kemur að samgöngumálum eru allir dýralæknar. Þetta rann upp fyrir mörgum þegar Davíð Þorláksson (sem er ekki dýralæknir) var ráðinn framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, er stjórnarformaður félagsins. Um er að ræða opinbert hlutafélag sem hefur það hlutverk að hrinda í framkvæmd uppbyggingu samgönguinnviða í samræmi við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem fól í sér sameiginlega framtíðarsýn og fjárfestingar í samgönguframkvæmdum til fimmtán ára, líkt og sagði í tilkynningu frá Stjórnarráði í kjölfar stofnunar fyrirtækisins. Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stofnuðu þetta fyrirtæki saman.

Semsagt, Árni Mathiesen, fyrrverandi dýralæknir og fyrrverandi fjármálaráðherra, er stjórnarformaður Betri samgangna ohf.

Forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, er ennfremur dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstörfum undanfarna tvo áratugi.

Samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, er einnig dýralæknir að mennt.

Ég ætla að láta liggja á milli hluta hvort að þetta beri vitni um fjölhæfni dýralæknastéttarinnar eða einhvers konar fúsk í mannaráðningum í opinberum fyrirtækjum. Eru þetta tilviljanir? Hvað segir Dýralæknafélag Íslands?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki