fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Eyjan

Helga Vala gáttuð á viðsnúningnum – „Ég skil ekki neitt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 15. janúar 2021 17:28

Helga Vala Helgadóttir Mynd: Sigtryggur Ari/Fréttablaðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, þingman Samfylkingarinnar og forman velferðarnefndar Alþingis, furðar sig á ákvörðun Svandísvar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að gera tvöfalda skimun að skyldu á landamærunum.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, greindi frá því í vikunni að ráðherra hefði ekki fallist á tillögu hans um skyldubundna tvöfalda skimun þar sem óvissa væri uppi um lögmæti þeirra.

Í gær vakti Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum, athygli á málinu og sagði það óviðunandi að tillögur sóttvarnarlæknis um aðgerðir á landamærunum næðu ekki fram að ganga. Kallaði hann enn fremur eftir skjótri lagasetningu til að tryggja heimildir sóttvarnarlæknis til að grípa til nauðsynlegra aðgerða.

Þingflokkur Samfylkingarinnar tilkynnti í gærkvöldi að til stæði að leggja fram frumvarp á Alþingi með bráðabirgðaákvæðum við sóttvarnarlög sem myndu heimila tillögu sóttvarnarlæknis og óskaði Logi Einarsson, formaður flokksins, eftir því að Alþingi yrðu kallað saman til fundar um málið.

Svo virðist sem að lagaheimildin hafi þó verið til staðar þegar á hólminn var komið þar sem tilkynnt var í dag að tvöföld skimun yrði skylda frá og með deginum í dag, en sú ákvörðun var tekin á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun og var rökstudd með vísan í stöðu faraldursins víða um heim.

Þessum viðsnúning furðar Helga Vala sig á. Hún skrifar á Facebook:

„Ég bið ykkur afsökunar á nákvæmninni, áhuga minni á stjórnarskrárbundnum rétti og mikilvægi meðalhófs og lagastoðum undir ákvörðunum stjórnvalda en ég skil ekki neitt. Bara alls ekki neitt. Hér sitjum við í velferðarnefnd sveitt með ýmsum lögspekingum að ræða stjórnarskrá, meðalhóf og mikilvægi þess að ákvarðanir stjórnvalda hafi lagastoð og þá gerist þetta? Hvenær gerðist það að ekki er þörf á skýrri lagaheimild til svona takmörkunar? Er þetta vegna þess að ríkisstjórnin treystir sér ekki til að fara með þetta fyrir Alþingi?“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir