fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
Eyjan

Ekki útilokað að Bjarni verði boðaður í yfirheyrslu

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 6. janúar 2021 16:41

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ræddi um mál Bjarna Benediktssonar og Ásmundarsalar við mbl.is í dag. Þar sagði hann að yfirheyrslur vegna málsins fari fram í næstu viku.

Eftir að málið hafði verið mikið í umræðunni stigu eigendur Ásmundarsalar fram og vildu meina að það hafi verið leyfilegt að vera með 50 manna samkomu í rýminu. Ástæðan sem eigendurnir gáfu var að um væri að ræða verslunarrými. Guðmundur segir að það eigi eftir að koma í ljós í rannsókninni hvort um sé að ræða verslun eða ekki. „Það fer alltaf niður í 10 manns sama hvað leyfið seg­ir,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Þrátt fyrir að fjármálaráðherra hafi verið á staðnum mun ekki vera lögð meiri áhersla á málið samkvæmt Guðmundi. Þá vildi hann ekki segja hvort Bjarni verði boðaður í yfirheyrslu eða ekki. „Það verður bara að koma í ljós,“ sagði hann og því gæti Bjarni verið boðaður í yfirheyrslu. Guðmundur segir að almennt hafi forsvarsmenn fyrirtækja og verslana vera boðaðir í skýrslutöku en einnig þeir sem „sannarlega brjóta sóttvarnarlög“.

Að lokum segir Guðmundur það ekki vera sitt að ákveða hvort þeir sem voru viðstaddir samkomuna í Ásmundarsal verði sektaðir. „Rann­sókn­in mun leiða í ljós hvort sektað verður eða ekki,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingi og yfirkjörstjórnin bíta frá sér – Sjáðu ósamræmið milli greinargerðar og ummæla Inga við fjölmiðla

Ingi og yfirkjörstjórnin bíta frá sér – Sjáðu ósamræmið milli greinargerðar og ummæla Inga við fjölmiðla
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Mörg hundruð ferðaþjónustufyrirtæki þurfa lánafrystingu í vetur

Mörg hundruð ferðaþjónustufyrirtæki þurfa lánafrystingu í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sammála í Silfrinu: Þórólfur búinn að missa salinn, Katrín er æði og breyta þarf lögum vegna klúðurs í NV kjördæmi

Sammála í Silfrinu: Þórólfur búinn að missa salinn, Katrín er æði og breyta þarf lögum vegna klúðurs í NV kjördæmi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðiskonur fyrirferðarmiklar í gagnrýni á takmarkanir Þórólfs og Svandísar

Sjálfstæðiskonur fyrirferðarmiklar í gagnrýni á takmarkanir Þórólfs og Svandísar