fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Dökkt útlit ef ekki tekst að hraða komu bóluefnis

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. janúar 2021 06:39

Mynd: Stjórnarráð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Aðgengi að bóluefni og bólusetning þjóðarinnar er stærsta og mikilvægasta verkefni stjórnvalda í upphafi kosningaárs. Efnahagsleg velferð er í húfi og þar með geta okkar til að standa undir góðum lífskjörum og öflugu velferðarsamfélagi til framtíðar,“ segir Óli Björn Kárason, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann fer yfir efnahagshorfur í upphafi árs.

Í grein sinni segir Óli Björn ennfremur að samfélagið hafi ekki endalaust úthald til að verja fyrirtæki, heimili og velferðarkerfið með þeim hætti sem gert hefur verið síðustu mánuði. Miðað við útgjöld ríkissjóðs undanfarið kosti hver dagur með lömuðu efnahagslífi og baráttu við kórónuveiruna einn milljarð. Efnahagslífið velti á því að hjarðónæmi verði náð með bólusetningu hið fyrsta.

Aðeins rúmlega 8 prósent bólusett fyrir vorið

 Í frétt Morgunblaðsins kemur hins vegar fram að miðað þær upplýsingar um afhendingaráætlun bóluefnis sem fyrir liggur verði aðeins búið að bólusetja 8,1% þjóðarinnar í lok fyrsta ársfjórðungs. Heilbrigðisráðuneytið vonast til að afhending bóluefnis verði örari er á líður en treystir sér ekki til að greina frá frekari afhendingu.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að dregið hafi úr bjartsýni á að ferðaþjónustan rétti út kútnum fyrir næsta sumar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar á lykilmörkuðum og hægagangs í bólusetningu hér á landi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa