fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Eyjan

Íslendingar leita logandi ljósi um land allt án árangurs – „Ekki séns að ná henni úr lúkunum á Kristjáni“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 9. september 2020 13:46

Mynd: Facebook - Dóra Björt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur nýja stjórnarskráin verið mikið í umræðunni, ekki síst eftir að ungt fólk fór að vekja athygli á samfélagsmiðlum. Nú er átakið #hvar komið í gang og er markmiðið að finna nýju stjórnarskrána.

„Kæru Íslendingar, nú er kominn tími til að Alþingi virði lýðræðislega niðurstöðu ferlisins sem endaði í því að meirihluti kjósenda lýsti yfir stuðningi við nýja stjórnarskrá, skrifaða í samstarfi víðs og fjölbreytts hóps. Stjórnarskrá sem allir Íslendingar áttu kost á að taka þátt í og segja skoðun sína á,“ sagði í tilkynningu Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá en tilkynningin birtist fyrr í sumar. „Alþingi má ekki lengur hunsa vilja kjósenda. Stjórnarskrá er grunnurinn að samfélagssáttmálanum og á meðan skýr niðurstaða kosningar er hunsuð mun löggjafinn aldrei njóta trausts, á meðan þjóðin upplifir að vilji hennar sé hunsaður sé hann valdhöfum ekki að skapi mun aldrei verða sátt.“

Nú hefur myllumerkið #hvar vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum Facebook og vöktu samtökin athygli á því í dag. „Umfangsmikil leit hófst í gær að stjórnarskránni nýju, en hún hefur ekki enn fundist,“ segir í færslu samtakanna. Fjölmargir hafa tekið þátt og birt myndir með myllumerkinu, bæði almenningur en einnig stjórnmálafólk og rithöfundur.

„Ekki séns að ná henni úr lúkunum á Kristjáni“

Þegar færslur með myllumerkinu #hvar eru skoðaðar má sjá fjöldan allan af myndum frá fólki sem finnur ekki nýju stjórnarskrána þrátt fyrir að hafa leitað úti um allt landið. Nokkrar Píratakonur eru á meðal þeirra sem hafa leitað að nýju stjórnarskránni. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúar Pírata, deila báðar myndum af leitinni. „Við Píratakonur leituðum allt í kringum Stjórnarráðið en fundum ekki,“ sagði Sigurborg með sinni mynd.

„Stjórnarskrárferlið var metnaðarfullt lýðræðisferli sem við megum vera stolt af þar sem þjóðin tók málin í sínar eigin hendur enda upphaf og endir lýðræðisins. Ferlið er heimsþekkt en minna er þekkt að stjórnarskráin hafi aldrei verið samþykkt endanlega. Það er kominn tími,“ sagði Dóra Björt með myndunum sem hún deildi. Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata, var einnig með í leitinni. „Pírötur leituðu við Stjórnarráðið í morgun, án árangurs… þar var bara þá gömlu að finna og ekki séns að ná henni úr lúkunum á Kristjáni IX,“ sagði Rannveig.

 

Hallgrímur Helgason rithöfundur er einnig á meðal þeirra sem hafa leitað að þessari nýju stjórnarskrá. „Hjálpið okkur að leita!“ segir Hallgrímur og hvetur fólk til þess að bæta nafninu sínu á undirskriftarlistann á vefsíðunni www.nystjornarskra.is. „Finnum hana!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristján hjólar í atvinnurekendur- „Þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum“

Kristján hjólar í atvinnurekendur- „Þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur Einar leggur til styttingu á tökutímabili fæðingarorlofs – Aðeins einn mánuður til skiptana

Ásmundur Einar leggur til styttingu á tökutímabili fæðingarorlofs – Aðeins einn mánuður til skiptana