fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

„Langt gengið til að komast dýpra í djúpa vasa eftirlaunasjóða almennings“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 4. september 2020 16:28

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er óánægður með fyrirhugaða lagabreytingu sem á að gera lífeyrissjóðum landsins kleift að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group.

Veltir Ragnar því fyrir sér hvaða hagsmunasamtök standi að baki þessum fyrirætlunum. Nú standi til að heimila lífeyrissjóðum að ráðast í fjárfestingar sem auki áhættu sjóðanna, en slíkt hafi hingað til verið bannað með lögum.

Og ekki að ástæðulausu!

Já það er langt gengið til að komast dýpra í djúpa vasa eftirlaunasjóða almennings.

Bendir Ragnar á að Seðlabanki Íslands hafi haldið lífeyrissjóðunum í höftum á meðan aðrir fjárfestar hafi fengið að leita að fjárfestingum í erlendri mynt.

Það sem er að raungerast er ákveðið form spillingar sem felst í mögulegum skaða sem fyrirliggjandi lagabreytingar geta haft i för með sér og svo grófri mismunun á milli fjárfesta þar sem almenningur (í gegnum lífeyrissjóðina) er læstur inni í krónu á meðan aðrir komast út.

Ragnar vonast til að þeir þingmenn sem ekki eru litaðir af „sérhagsmunum eða meðvirkni gagnvart spillingu“ segi nei við þessum fyrirætlunum og tryggi að þessar breytingar á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða landsins fari ekki í gegnum þingið.

Ég skora einnig á stjórnir lífeyrissjóða að beita sér fyrir því að ofangreindar lagabreytingar nái ekki fram að ganga.

Og setja það sem skilyrði fyrir þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair að ný stjórn og stjórnendur verði settir yfir félagið. Ef sjóðirnir ætla svo á annað borð að taka þátt ættu þeir að takmarka áhættuna með því að skrá sig fyrir, í mesta lagi, helming bréfa til að fá úr því skorið hvort þetta snúist eins og venjulega um að láta almenning blæða fyrir bullið eða hvort almennir fjárfestar séu jafn auðtrúa á áætlanir stjórnenda Icelandair.

Ragnar segir umræðuna dapurlega. Þar sé sett upp leikrit sem eigi að afvegaleiða.

Valdamikil öfl í íslensku samfélagi hafa sett það í óskráðar leikreglur að hvorki stjórn VR né almennir sjóðfélagar mega hafa skoðanir á einstaka fjárfestingum lífeyrissjóða og allar tilraunir til eftirlits og gagnrýnna spurninga hrópaðar sem tortryggileg skuggastjórnun.

Á meðan vaða sérhagsmunir, atvinnulífið, stjórnmálin, embættismenn og annað skuggalegt lið um almannasjóði á skítugum skónum með klapplið eftirlitsstofnana eins og skugga á eftir sér.

Vinsamlega deildu ef þú hefur fengið nóg af rányrkjunni og spillingunni í íslensku samfélagi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík