fbpx
Föstudagur 30.október 2020
Eyjan

Segir krónuna fellda til að dekra við fámenna klíku

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 30. september 2020 14:04

Ragnar Þór segir óvissuna óþægilega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ummæli Gylfa Arnbjörnssonar, fyrrverandi forseta ASÍ – um að honum hugnist ekki orðræða verkalýðshreyfingarinnar- dapurleg. Eins segir hann að Seðlabanki Íslands hafi forgangsraðað hagsmunum fámennrar klíku ofar hagsmunum almennings. 

Dapurleg ummæli

Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands lýsti því yfir hjá Morgunblaðinu í vikunni að hann væri óánægður með núverandi verkalýðsforystu, einkum orðræðu þeirra og framkomu. Sagði hann það áhyggjumál að hvorki væri traust né talsamband milli atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar.

Ragnar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og þar sagði hann ummæli Gylfa dapurleg. Hann sjálfur, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness hafi sjálf mátt þola ótrúlega orðræðu undanfarin misseri.

„Við höfum mátt þola ótrúlega orðræðu. Ég held að við [Ragnar og Sólveig Anna] höfum verið kölluð, ásamt Vilhjálmi Birgissyni, nánast öllum þeim fúkyrðum og uppnefnum sem fyrirfinnast í íslensku máli frá því að við byrjuðum í þessum verkalýðsbrölti okkar. Og þessi orðræða byrjar í rauninni eftir að við förum að tala um raunveruleika venjulegs fólks á Íslandi, raunveruleika láglaunafólks. Þá kemur þessi orðræða yfir okkur. Það sem við gerum er að við svörum þessari orðræðu og nú stíga bæði fulltrúar atvinnulífsins, meðal annars fyrrum forseti Alþýðusambandsins og kvarta sáran yfir því að þessari orðræðu sé svarað og við séum vandamálið en ekki viðsemjendur okkar. Þetta er dapurlegt. mjög dapurlegt“

Fámenna klíkan fremur en almenningur

Ragnar segir nýkynntar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu atvinnulífsins enn eitt inngripið sem forgangsraði hagsmunum atvinnurekenda ofar launþegum.

„Það virðist vera mjög svo miðað að því að styðja við atvinnulífið enn eina ferðina og ég held að verkalýðshreyfingin hljóti að gera kröfu um að það verði snúið að fólkinu næst.“

Meðal aðgerða sem þurfi að fara í sé að lengja atvinnuleysisbótatíma sem og hækka strípaðar atvinnuleysisbætur, en í dag séu þær svo lágar að bótaþegar hafi lítið sem ekkert svigrúm til að gera annað en að kaupa sér allra helstu nauðsynjar.

„Það þarf að fara í það til dæmis að lengja bótatímabilið. Þeir sem hafa verið núna lengi atvinnuleysisbótum eru jafnvel að detta af bótum og það tekur jafnvel bara skelfileg staða við þessu fólki“

Ísland búi að reynslubanka frá því í efnahagshruninu 2008 og þá reynslu ætti að nýta til að tryggja hag launþega á Íslandi í þeirri efnahagslægð sem landið standi nú frammi fyrir.

Eins þurfi að fara í aðgerðir á húsaleigumarkaði og tryggja aðgang að hagkvæmu og öruggu leiguhúsnæði.

Það sé ekki svo að launahækkanir séu helsta vandamálið í samfélaginu og hefði það verið vilji ríkisins til að koma í veg fyrir þá hörðu baráttu sem verkalýðshreyfingin hefur háð fyrir launahækkunum og svo aftur til að tryggja þær hækkanir hafi Seðlabankinn átt að grípa inn í stöðuna með gjaldeyrisvarasjóðum sínum, en bankinn hafi heldur farið þá leið að gengisfella krónuna.

„Það sem gerist síðan er að við verkalýðshreyfingin þurfum að elta það þegar verið er að nýta gjaldmiðilinn okkar, krónuna, til að dekra við fámenna klíku fyrirtækja sem við köllum útflutningsgreinarnar þar sem að í raun hagur þeirra vænkar um nákvæmlega því sem nemur sem við veikjum krónuna og við þurfum svo að berjast við að halda í við sama verðlag.

Seðlabankinn var með þúsund milljarða í gjaldeyrisvaraforða sem hann hefði getað notað til að verja krónuna og þannig verðstöðugleika og hann gerði það ekki hann kaus frekar að leyfa krónunni að fara á flot.“

Ef Seðlabankinn hefið ekki farið þessa leið þá hefði verið hægt að verja krónuna falli og þar með verja kaupmátt fólks.

„Og þá hefðum við ekki þurft að setja eins mikinn þrýsting á að hækka og styðja við þessar launahækkanir“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Lést af COVID-19

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Reiði meðal Sjálfstæðismanna eftir að þeim var meinað að skipta um mann í nefnd

Reiði meðal Sjálfstæðismanna eftir að þeim var meinað að skipta um mann í nefnd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Davíð leggst gegn nýrri stjórnarskrá – „Sambærilegt því að við myndum skipa þríeyki með áhugafólki til að takast á við veiruna“

Davíð leggst gegn nýrri stjórnarskrá – „Sambærilegt því að við myndum skipa þríeyki með áhugafólki til að takast á við veiruna“