fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Dr. Páll Hreinsson: Valdheimildir hins opinbera aukast í takt við aukna almannahættu

Heimir Hannesson
Föstudaginn 25. september 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra lögðu á ríkisstjórnarfundi fram álitsgerð Páls Hreinssonar um valdheimildir og svigrúm stjórnvalda til opinberra sóttvarnaráðstafana í ljósi stjórnsýsluréttar og mannréttindaákvæða.

Í áliti Páls segir að takmarkanir vegna sóttvarna takmarki óhjákvæmilega stjórnarskrárvarin mannréttindi almennings, sem og lagaleg réttindi einstaklinga og fyrirtækja sem varin eru í EES-samningunum. Segir Páll að víkja megi frá þessum reglum í þeim tilgangi að verja þá brýna almannahagsmuni sem felast í vörnum gegn farsóttum.

Þá segir Páll að hið opinbera gæti hugsanlega haft meira en bara heimild til þess að bregðast við slíkum aðstæðum, heldur gæti hvílt frumkvæðisskylda á stjórnvöldum til að bregðast við farsótt. Þannig hljóti að telja, segir Páll, að stjórnvöld hafi töluvert svigrúm til þess að meta hvernig best sé að mæta Covid-19 faraldrinum. Þá segir að þegar mannslífum og heilsa almennings séu sett í hættu verður sú skylda ekki endilega gerð að vægari úrræðum verði fyrst beitt, enda verði ekki séð fyrir hvaða aðferðum muni helst koma að notum við að ná settum markmiðum.

Hafa verður í huga, segir Páll, að Covid-19 er nýr smitsjúkdómur sem hefur ekki verið rannsakaður nema í stuttan tíma. Þannig sé nokkur óvissa um dánartíðni af hans völdum og um hvaða sjúkdóma geti fylgt í kjölfar smits. Eftir því sem lengra líður á faraldurinn er hægt að gera meiri kröfur til þess að hið opinbera taki ákvarðanir út frá betri og meiri upplýsingum og að aðgerðir verði betur sniðnar að aðstæðum.

Segir á heimasíðu stjórnarráðsins að skýrslan verði nú send til umfjöllunar starfshóps sem skipaður var af heilbrigðisráðherra til að endurskoða sóttvarnalög. Mun hópurinn enn fremur meta hvort þörf sé á hraða endurskoðunarvinnunni vegna ábendinga í áliti Páls.

Frekari upplýsingar og álit Páls Hreinssonar má nálgast á heimasíðu Stjórnarráðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun