fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Eyjan

Neikvæð raunávöxtun milljarðatuga innlána heimilanna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. september 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok júlí voru innlán heimilanna í óbundnum sparnaði meiri í krónum talið en nokkru sinni áður. Hefur óbundinn sparnaður heimilanna aukist um fleiri tugi milljarða króna á árinu en á sama tíma hafa vextir lækkað. Það eru því tugir milljarða í bönkunum sem eru með neikvæða raunávöxtun.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að samtals hafi óbundnar innistæður heimilanna verið 609 milljarðar í lok júlí og höfðu þá aukist um 81 milljarð frá áramótum. Samkvæmt vaxtatöflum bankanna voru nafnvextir á veltireikningum 0,05% og óbundnir reikningar voru með 0,15% vexti. Seðlabankinn gerir ráð fyrir 3% verðbólgu út árið. Þetta þýðir að neikvæð raunávöxtun innlána verður á bilinu 2,85% til 2,95% á ársgrundvelli ef aðstæður breytast ekki.

„Aukin óvissa verður til þess að heimili draga saman seglin og auka lausafjárstöðu til að mæta áfalli, til dæmis atvinnumissi. Á meðan óvissan varir er ekki óeðlilegt að fólk vilji hafa beint aðgengi að sparnaði sínum, en þegar við förum að sjá til lands þá geta þessir fjármunir leitað í fjárfestingar, til dæmis fasteignir eða hlutabréf, ef ekki þarf að nota þá til þess að halda uppi neyslu,“

sagði Valdimar Ármann, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance í samtali við Markaðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Isak sló vafasamt met
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vigdís Ósk ráðin til Hringborðs hafs og eldis

Vigdís Ósk ráðin til Hringborðs hafs og eldis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli