fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Formaður Ung VG: „Ég er vonsvikin með mitt fólk í dag“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 16. september 2020 13:46

Til vinstri: Hreindís - Til hægri: Katrín, mynd:DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum leið, sár og reið yfir þeim viðhorfum sem stjórnvöld hafa sýnt í máli Khedr fjölskyldunnar,“ segir í yfirlýsingu ungliðahreyfingar VG. Ungliðahreyfingin birti yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem þögn og aðgerðarleysi stjórnvalda er fordæmt.

Vísa átti Kehdr fjölskyldunni úr landi í nótt en greint hefur verið frá því að ekki er vitað hvar þau séu stödd núna. „Það að nú sé ekki vitað um dvalarstað fjölskyldunnar lýsir fullkomlega þeirri örvæntingu sem börnin og foreldrar þeirra hljóta að vera að upplifa,“ segir í yfirlýsingunni auk þess sem sagt er að ábyrgð dómsmálaráðherra og barnamálaráðherra sé mikil.

„En við fordæmum líka þögn og aðgerðarleysi annarra ráðherra og þingmanna úr öllum flokkum, þar á meðal okkar eigin móðurhreyfingu. Vilji þjóðarinnar er skýr, þessi börn og foreldrar þeirra eiga heima hér. Það er löngu komið nóg af afsökunum. Við viljum breytta reglugerð strax svo Khedr fjölskyldan og aðrir sem þurfa á vernd að halda getið fundið hana á Íslandi.“

Formaðurinn vill ekki segja hvort hún muni kjósa flokkinn

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, formaður ungliðahreyfingar VG, ræddi við DV um málið í dag. „Ég er mjög vonsvikin með mitt fólk í dag, sagði Hreindís. Hún vildi ekki svara því hvort hún muni kjósa VG í kosningum þegar hún var spurð að því. „Ég ætla ekki að svara neinu um mitt atkvæði í kosningum, sem er ennþá ár í,“ sagði Hreindís.

Ástæðuna fyrir því sagði hún að það væri mikilvægt að nota þetta ár í að krefja fram breytingar.  „Það er mikilvægt að krefjast breytinga innan úr flokknum. Ég ætla að halda því áfram og sinna þessu grasrótarhlutverki sem ungliðahreyfingin á að sinna.“

Aðspurð um það hvort hún gæti séð fyrir sér að kjósa VG í næstu kosningum ef ekkert breytist sagði Hreindís að það væri alltof snemmt að byrja að hugsa um það. „Núna þarf bara að setja fullan kraft í að vinna að þessum breytingum.“

Uppfært kl 17:58

Fyrirsögn hefur verið breytt.
Formaður Ung VG segir það ekki lýðræðislegt að fólk gefi upp hvað það kjósi eða ætla að kjósa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið