fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Kolbrún með mikilvæg skilaboð – „Nú er aðstæður vegna COVID að koma skýrar í ljós“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 18:35

Kolbrún Baldursdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, hefur áhyggjur af fjölskyldum í erfiðri stöðu þar sem börnum er synjað um pláss í leikskóla. Þetta kemur fram í bréfi sem hún sendir DV. Dæmi séu um að nokkur fjöldi barna sem búsett eru í Reykjavíkurborg eigi á hættu að fá ekki boðaða vist í leikskóla vegna vanskila foreldra við sveitarfélagið.

„Fulltrúi Flokkur fólksins vill taka undir orð umboðsmanns barna þar sem hún segir að ákvörðun sveitarfélags um að synja foreldrum í erfiðri stöðu um vistun fyrir barn í leikskóla er eingöngu til þess fallin að auka á erfiðleika viðkomandi heimilis með því að gera foreldrum síður kleift að stunda vinnu utan heimilis og framfæra börn sín. Þannig minnka sömuleiðis líkurnar á því að skuldir foreldra við sveitarfélagið verði greiddar. Tilefni bréfsins er að fram hefur komið í fjölmiðlum að nokkur fjöldi barna sem búsett eru í Reykjavíkurborg eigi á hættu að fá ekki boðaða vist í leikskóla vegna vanskila foreldra við sveitarfélagið.“

Kolbrún bendir á að börn eigi aldrei að líða fyrir fátækt og vitnar í Barnasáttmálann. Þá segir hún það ekki bæta stöðuna þegar að þeim börnum er meinaður leikskólaaðgangur, þá séu þau útilokuð enn frekar. Kolbrún segir að heimsfaraldurinn hafi búið til erfiðar aðstæður fyrir foreldra, sem mnui þyngjast meira. 

„Dæmi eru um að foreldrar hafi fengið tilkynningar um uppsögn á vistunarsamningi við leikskóla af sömu ástæðum. Í mannréttindastefnu og Barnasáttmálanum segir að börn skuli hafa jafnan rétt án tillits til m.a. efnahagsástands foreldra. Börn eiga aldrei að þurfa að líða fyrir fátækt. Huga þarf einmitt sérstaklega að börnum í aðstæðum þar sem fátækt ríkir en ekki útiloka þau með því að meina þeim vist í leikskóla af því að foreldrar þeirra geti ekki borgað. Nú er aðstæður vegna COVID að koma skýrar í ljós. Róður er þungur hjá mörgum foreldrum og á eftir að þyngjast enn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar