fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Eyjan

Inga Sæland um það sem Þjóðkirkjan gerði – „Mér finnst þetta rangt“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 10. september 2020 08:58

Inga Sæland þingmaður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er dap­urt að sjá hvernig æðstu emb­ætt­is­menn þjóðkirkj­unn­ar, með bisk­up­inn sjálf­an í broddi fylk­ing­ar, ala á upp­lausn og sundr­ungu trúbræðra sinna og -systra.“

Svona hefst pistill sem Inga Sæland, formaður flokks fólksins, skrifar um myndina af Jesú sem hefur vakið mikla athygli undanfarna viku en pistillinn birtist í Morgunblaðinu í dag. „Seint hefði ég trúað því að ég ætti eft­ir að sjá frels­ar­ann Jesú Krist með varalit, kinna­lit og brjóst. Sjálf þjóðkirkj­an hef­ur blásið til aug­lýs­inga­her­ferðar þar sem sú mynd sem dreg­in er upp af frels­ar­an­um sær­ir og hrygg­ir marga þá sem trúa í ein­lægni á hann,“ segir Inga.

„Jesús breiddi út faðminn og elskaði alla jafnt. Sam­tíma­heim­ild­ir eru til um hann. Þess vegna er und­ar­legt að því skuli jafn­vel hafa verið fleygt að Jesús sé hug­ar­burður og hafi aldrei verið til. Það var hann, al­veg eins og heim­spek­ing­arn­ir Plat­on og Sókra­tes, sem þó voru uppi mörg­um öld­um fyr­ir Krists burð, og speki þeirra enn í dag kennd við alla virt­ustu há­skóla heims.“

„Inn­ræt­ing sem hef­ur ekk­ert með kristna trú að gera“

Inga segir að það sé ólýsanlegt með öllu að staða kirkjunnar sé orðinn svona „veikburða“. „Að bisk­up­inn sjálf­ur samþykki að ráðast í aug­lýs­inga­her­ferð fyr­ir kirkjuna sem bygg­ist á skop­mynd af Jesú er ólýs­an­legt með öllu. Við sem trú­um á Guð vit­um að Jesús er son­ur hans,“ segir hún. „Mér var kennt að virða kristna trú, virða kirkj­ur og trú­ar­tákn, virða presta og annað starfs­fólk kirkj­unn­ar og að ég ætti að hegða mér í sam­ræmi við kær­leiks­boðskap krist­inn­ar trú­ar.“

Þá finnst Ingu eins og Þjóðkirkjan sé að reyna að þvinga upp á sig þeirri sýn að Jesús hafi verið alls konar. „Fall­ist ég ekki á slíkt hljóti ég að vera vond mann­eskja sem skil­ur ekki inn­tak kær­leik­ans. Það sem hér er á ferð er inn­ræt­ing sem hef­ur ekk­ert með kristna trú að gera.“

„Mér finnst þetta rangt“

Þegar Inga horfir á „þessa nýj­ustu áróður­steikn­ingu þjóðkirkj­unn­ar“ þá hugsar hún að það dómgreindarleysi hljóti að ráða för hjá biskupi Íslands og starfsfólki biskupsstofu.

„Boðun kirkj­unn­ar á að vera al­menn, ekki sér­tæk. Til hvers þarf að ráðast að trú­ar­vit­und fólks með þess­um hætti og um leið brjóta niður þá ímynd sem Jesús Krist­ur hef­ur haft í huga flestra þeirra sem telja sig krist­inn­ar trú­ar? Hvaða mark­mið og til­gang­ur er hér að baki? Hvernig á það að þjóna kristni að efna til ófriðar og ill­deilna sem hér er gert? Hér er bisk­up ein­ung­is að færa óvin­um kirkj­unn­ar vopn í hend­ur. Hún er að skemmta skratt­an­um. Mér finnst þetta rangt og lái mér hver sem vill.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristján hjólar í atvinnurekendur- „Þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum“

Kristján hjólar í atvinnurekendur- „Þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur Einar leggur til styttingu á tökutímabili fæðingarorlofs – Aðeins einn mánuður til skiptana

Ásmundur Einar leggur til styttingu á tökutímabili fæðingarorlofs – Aðeins einn mánuður til skiptana