fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Segir foreldrum mismunað eftir því hvenær í mánuðinum börn þeirra eru fædd

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 16:43

Kolbrún Baldursdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vekur athygli á þeirri staðreynd að niðurgreiðsla til foreldra vegna kostnaðar af þjónustu dagforeldra miðist við afmælisdag barns en ekki mánuðinn sem það nær 9 mánaða aldri. Kolbrún telur að þetta valdi mismunun, foreldrar barna sem fædd séu síðustu daga níunda mánaðarins sitji ekki við sama borð og foreldrar barna sem fædd eru fyrsta daga mánaðarins.

Kolbrún hefur sent DV eftirfarandi erindi um málið:

„Borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu í borgarráði 14. maí að niðurgreiðsla vegna dagforeldra hefjist Í ÞEIM MÁNUÐI sem barnið er 9 mánaða en ekki Á ÞEIM DEGI sem það er 9 mánaða. Hér gæti munað næstum heilum mánuði. Foreldrar barna sem fædd eru síðustu daga 9. mánaðar sitja ekki við sama borð og foreldrar barna sem fædd eru fyrstu daga 9. mánaðarins. Tillögunni var vísað til meðferðar í skóla- og frístundaráði

Fyrir þessu er fordæmi í Kópavogi og í fleiri sveitarfélögum. Fjármálastjóri hefur nú loks svarað fyrirspurn um hvað þessi breyting myndi kosta Reykjavíkurborg og segir í svari að m.v. tillöguna, þ.e. að ekki sé verið að bæta við heilum mánuði í niðurgreiðslu, heldur jafna stöðu þeirra barna sem verða 9 mánaða í mánuðinum, þá gerir SFS ráð fyrir að kostnaður geti numið um 13 m.kr. Það miðar við að fæðingardagur barna dreifist jafnt yfir mánuðinn og það séu um 400 börn sem hefja dvöl ár hvert hjá dagforeldrum (400 börn*65 þús./2=13 m.kr.).

Það er mat borgarfulltrúa Flokks fólksins að það sé ekki sanngjarnt að mismuna foreldrum eftir því hvenær í mánuðinum barn þeirra er fætt. Foreldrar þeirra barna sem fædd eru seint og jafnvel síðustu daga mánaðar sitja ekki við sama borð og foreldrar barna sem eru fædd eru fyrstu dagana eða  fyrr í mánuðinum. Um þetta munar hjá mörgum foreldrum sem glíma við þröngan fjárhag auk þess sem hér er um að ræða sanngirnissjónarmið.

En hvað verður svo um tillöguna?  Í svari sviðsstjóra skóla- og frístundarráðs við fyrirspurn um hvenær tillagan verður tekin til meðferðar segir að tillagan verður lögð fyrir undirbúningsfund skóla- og frístundasviðs  mánudaginn 10. ágúst.  Þaðan fer hún inn í ráðið en ekki liggur fyrir á hvaða degi það verður.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins krossar bara fingur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi