fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Eyjan

Efling krefst þess að erlendir starfsmenn fái betri upplýsingar um COVID-19

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 13:24

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er harmi slegin vegna málsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að stjórnvöld hafi að mörgu leyti staðið sig vel í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Hins vegar hafi brugðist að koma réttum upplýsingum til skila til fólks af erlendum uppruna sem ekki kunni íslensku. Krefst Efling þess að úr þessu verði bætt. Bent er á að aðflutt fólk á Íslandi sé hátt í 50.000 talsins.

Sjá neðangreinda tilkynningu sem Sólveig Anna undirritar og send hefur verið fjölmiðlum:

„Efni: krafa Eflingar um átak í upplýsingamiðlun til aðflutts vinnuafls vegna Covid-19.

Í glímunni við Covid-19 skipta réttar upplýsingar og fumlaus viðbrögð höfuðmáli. Stjórnvöld eiga að tryggja að vísindalegar og faglegar ákvarðanir séu í fyrirrúmi þegar kemur að ákvörðunum um hvað fólkið sem dvelur á Íslandi skuli gera til að tryggja heilsu sína og annarra. Einnig eiga stjórnvöld að tryggja að bestu mögulegu upplýsingar um almennar smitvarnir og viðmið almannavarna hverju sinni berist hratt og örugglega til allra þátttakenda í samfélaginu.

Stjórnvöld hafa að mörgu leyti staðið sig vel í þessu verkefni, haldið reglulega blaðamannafundi og miðlað upplýsingum á vef landlæknis og almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra www.covid.is. Sá misbrestur hefur þó verið á vinnubrögðum upplýsingateymis stjórnvalda að oft og einatt hefur fólk með annað móðurmál en íslensku þurft að bíða dögum saman eftir þýðingum á nýjustu upplýsingum á vefnum. Þegar þetta bréf er ritað, að morgni 5. ágúst, er ekki enn búið að uppfæra upplýsingar á pólsku á vefnum www.covid.is. Þar er ennþá fjallað um tímabilið frá 15. júní til 31. ágúst; samkomubann er fyrir fleiri en 500 manneskjur, 2 metra reglan er valfrjáls og engar upplýsingar er að finna um notkun á andlitsgrímum.

Aðflutt fólk á Íslandi telur hátt í 50.000 manneskjur. Þær eru virkir þátttakendur í íslensku samfélagi og þar af leiðandi ómissandi hlekkur í virkum smitvörnum almennings. Þessu hlutverki sínu getur fólk þó ekki gegnt nema með greiðum upplýsingum um smitvarnir. Einnig vil ég benda á að hátt í 15.000 ferðamenn með erlent móðurmál dveljast hér á landi hverju sinni í sumar. Margir þeirra dvelja á stöðum og njóta þjónustu aðflutts vinnuafls á ferðalögum sínum um landið. Okkur öllum ætti því að vera ljóst hversu mikilvægt er að tryggja greiðan aðgang að upplýsingum á erlendum tungumálum.“

 

Með hliðsjón af ofangreindu krefst Efling þess að stjórnvöld geri gangskör að því að tryggja skilvirkari vinnubrögð við birtingu mikilvægra upplýsinga á erlendum tungumálum í tengslum við Covid-19 á vef sínum og í gegnum aðra miðla. Einnig viljum við benda á að góð leið til að ná betri árangri væri að senda mikilvægar smitvarnarupplýsingar í tölvupósti til þeirra sem eru í tengslum við aðflutt fólk, m.a. almenn félagasamtök og verkalýðsfélög.

 

Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dóra Björt stendur keik – „Samherjamálið gerðist, gögn voru birt og Eyþór kemur við sögu. Það er einfaldlega þannig“

Dóra Björt stendur keik – „Samherjamálið gerðist, gögn voru birt og Eyþór kemur við sögu. Það er einfaldlega þannig“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Álfrún spyr hvort það sé kominn tími til að ræða gereyðingarvopn

Álfrún spyr hvort það sé kominn tími til að ræða gereyðingarvopn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Punktar úr pólitík – Þetta bar hæst í vikunni

Punktar úr pólitík – Þetta bar hæst í vikunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tommi opnar sig um framboðið – „Ég skal viðurkenna að ég hef enga reynslu“

Tommi opnar sig um framboðið – „Ég skal viðurkenna að ég hef enga reynslu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Opið bréf með áskorun til ráðherra – Verið að draga úr stuðningi við nýsköpun á landinu öllu

Opið bréf með áskorun til ráðherra – Verið að draga úr stuðningi við nýsköpun á landinu öllu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir ásakanir Dóru á sandi reistar – Píratar samþykktu sjálfir skipulagið

Segir ásakanir Dóru á sandi reistar – Píratar samþykktu sjálfir skipulagið