fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Eyjan

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn

Erla Hlynsdóttir
Sunnudaginn 2. ágúst 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn sinna mikilvægum störfum og gott að þeir séu margbreytilegur hópur. Hér eru þau fimm sem yngst voru þegar þau settust á þing á öldinni. Athygli vekur að tvö á þessum lista voru jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn. 

JÓHANNA MARÍA SIGMUNDSDÓTTIR

Fædd: 1991 | Kjörin: 2013 | Aldur: 21 ár og 303 dagar

Jóhanna María er yngsti þingmaður Íslandssögunnar. Enginn hefur verið kjörinn yngri en hún. Hún var þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi til ársins 2016. Jóhanna María er nú verkefnastjóri atvinnu-, markaðs- og ferðamála hjá Dalabyggð.

 

BIRKIR JÓN JÓNSSON

Fæddur: 1979 | Kjörinn: 2003 | Aldur: 23 ár og 290

dagar Birkir Jón var þingmaður Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi í tíu ár. Hann varð formaður iðnaðarnefndar 24 ára og formaður fjárlaganefndar aðeins 26 ára gamall. Í dag er Birkir Jón bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi.

 

ÁSTA GUÐRÚN HELGADÓTTIR

Fædd: 1990 | Tók sæti á þingsetningardegi 2015 | Aldur: 25 ár og 215 dagar

Ásta Guðrún var þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður í tvö ár. Hún varð þingflokksformaður 27 ára gömul. Í dag rekur Ásta Guðrún pólitíska sportbarinn Forsetann á Laugavegi í Reykjavík

 

HARALDUR EINARSSON

Fæddur: 1987 | Kjörinn: 2013 | Aldur: 25 ár og 215 dagar

Haraldur var þingmaður Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi. Haraldur sendi frá sér tilkynningu fyrir kosningarnar 2016, þar sem hann sagði að hann og nýbökuð eiginkona hans ætluðu að flytja til foreldra hans í sveitinni á Urriðafossi og gerast bændur

 

ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Mynd/Valli

Fædd: 1990 | Kjörin: 2016 | Aldur: 25 ár og 334 dagar

Áslaug Arna var kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður árið 2016 og situr þar enn. Áslaug lauk BA-prófi frá Háskóla Íslands árið 2015 og MAprófi frá sama skóla 2017. Í fyrra tók hún við embætti dómsmálaráðherra og varð þar með næstyngsti ráðherra Íslandssögunnar.

Heimild um aldur þingmanna þegar þeir settust fyrst á þing/Alþingi.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá mörgum sveitarfélögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá mörgum sveitarfélögum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dóra Björt stendur keik – „Samherjamálið gerðist, gögn voru birt og Eyþór kemur við sögu. Það er einfaldlega þannig“

Dóra Björt stendur keik – „Samherjamálið gerðist, gögn voru birt og Eyþór kemur við sögu. Það er einfaldlega þannig“