fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Logi skrifar opið bréf til Áslaugar vegna lokunar fangelsisins á Akureyri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 13:38

Logi Einarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur ritað opið bréf til dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þar sem hann freistar þess að hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. Logi er búsettur á Akureyri og þekkir vel því vel til aðstæðna. Bréfið er birt á Vísir.is. Þar færir Logi rök fyrir því að afar erfitt ástand muni skapast í löggæslu á svæðinu ef fangelsinu verður lokað.

Logi tilgreinur í fyrstu fjórar meginástæður fyrir því að loka ekki fangelsinu á Akureyri, en þar er pláss fyrir tíu fanga í einu:

„Í fyrsta lagi hefur fangelsið þótt gott og starfsfólkið rómað fyrir vinnu sína; hér er því um að ræða mikilvægt betrunarúrræði.

Í öðru lagi er þetta skerðing á réttindum fanga sem þurfa nú frekar að afplána fjarri fjölskyldum sínum, þeim og ástvinum þeirra til tjóns.

Í þriðja lagi á ég erfitt að sjá að ákvörðunin samrýmist stefnu ríkisstjórnarinnar um fjölgun starfa utan höfuðborgarsvæðisins.

Í fjórða lagi er ég fullviss um að þetta veikir löggæslu á svæðinu, ef ekki kemur aukið fé til hennar. Í ljósi þessa velti ég því fyrir mér hvort horft hefur verið nógu heildstætt á rekstarleg áhrif ríkissjóðs af þessari breytingu. Slíka skerðingu á mikilvægum samfélagslegum innviðum svæðisins munu íbúar þess ekki sætta sig við.“

Logi bendir enn fremur á að verði fangelsinu lokað munu tveir af fimm lögregluþjónustum á vakt á Akureyri hverju sinni verða fastir við fangavörslu um það bil 300 daga á ári. Þar með veiki þetta löggæslu á svæðinu: „Og aðeins þrír lögreglumenn sinna öllu eftirliti og útkallslöggæslu á þessu svæði en lögreglan á Akureyri sinnir líka Grenivík, Svalbarðseyri, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit og sveitunum og þjóðveginum þar í kring. Þá verður starfsstöðin á Akureyri orðin vanmáttug til að styðja við aðrar starfsstöðvar í embættinu.“

Auk þess muni þetta leiða til þess að flytja þurfi gæsluvarðhaldsfanga til Reykjavíkur, stundum nokkra í einu í sama máli. Tveir lögreglumenn þurfi að fara með og þá versni staðan enn meira hvað varðar löggæslu á svæðinu. Logi segir:

„Ég ítreka, þetta ástand mun skapast strax um næstu mánaðamót ef ákvörðunin verður ekki endurskoðuð.“

Logi bendir enn fremur á að uppsagnirnar hafi komið fangavörðum í fangelsinu á Akureyri fullkomlega í opna skjöldu og þeir kannist ekki við að hafa verið boðinn flutningur í sambærileg störf á Suðvesturhorninu, eins og fullyrt hafi verið í fréttum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB