fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Nú getur þú sótt sakavottorð rafrænt

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 15:38

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sakavottorð eru nú aðgengileg rafrænt í gegnum vefsíðuna Ísland.is. Sakavottorð þetta er svokallað einkavottorð sem staðfestir að ekkert brot sé í sakaskrá þinni.

„Að sakavottorð séu komin á rafrænt form gerir t.d. skrefin léttari þegar sótt er um nýtt starf og er einn þáttur í einfaldari samskiptum við ríkið,“ er haft eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Til að sækja vottorð þarftu að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum og samþykkja öflun gagna úr sakaskrá.  Þú þarft þó enn að greiða fyrir vottorðið, líkt og áður. Þegar vottorð hefur verið greint þá berst það þér í pósthólfið þitt á Ísland.is auk kvittunar.

Dómsmálaráðherra deildi tíðindunum á Facebook þar sem hún kvað þetta enn einn þáttinn í því að einfalda samskipti stjórnvalda við fólkið í landinu.  Fyrir skömmu var opnað fyrir umsóknir um rafrænt ökuskírteini og verður fróðlegt að sjá hvað rafræn bylting stjórnsýslunnar færir okkur næst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?