fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Eyjan

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smári Mccarthy, þingmaður Pírata, ræddi um mál Íslenskrar efðagreiningar í færslu sem birtist á Facebook-síðu hans í dag. Líkt og flestir vita þá tilkynnti Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að fyrirtækið myndi hætta allri skimun eftir COVID-19.

Smári segir að ekki sé við Íslenska efðagreiningu að sakast heldur Sjálfstæðisflokkinn og þeirra „hamfarakapítalisma“.

Vandamálið er ekki að einkafyrirtækið Íslensk Erfðagreining ákveði að láta ekki misnota sig til eilífðar án samninga og samráðs ─ sem er alengt fyrirkomulag hjá ríkisstjórninni ─ heldur er vandamálið að við erum með ríkiskerfi sem er búið að grafa svo mikið undan í þágu einkafyrirtækja að kerfið gæti ekki virkað á tilskilinn hátt án þeirra. Það skrifast á Sjálfstæðisflokkinn og hamfarakapítalismanum þeirra, fyrst og fremst, ásamt þeirra viðhlægjendum í öðrum flokkum.

Það er nefnilega rétt sem Kári Stefánsson segir: Sýkla- og veirufræðideild LSH ætti undir öllum eðlilegum kringumstæðum að vera nægilega vel útbúin tækjum, aðföngum og mannskap til að geta tekist á við þetta verkefni. LSH ætti heilt yfir að vera betur í stakk búið en það er. Það er ekki skortur á fagþekkingu eða vilja til verksins, þvert á móti. En það er búinn að vera viðvarandi skortur á fjármagni.

Smári segir að seinustu ár hafi Ísland verið eitt ríkasta land í heimi, þrátt fyrir það þurfi alltaf að fá einkaaðila í sum verkefni, þannig hafi það ekki alltaf verið. Smári segir að það skipti engu máli fyrir Sjálfstæðisflokkinn að byggja gott samfélag, það eina sem skipti máli sé að maka krókinn.

Þetta er ekki bara í heilbrigðiskerfinu auðvitað. Sama hvert litið er hefur Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann, oftast með um 30% meiri kostnaði, og ábyrgðin áfram hjá ríkinu.

Einhvernveginn tókst til dæmis að byggja Ölfusárbrú árið 1945 þegar landið var nýstofnað, fátækt og nýkomið undan seinni heimsstyrjöld. En í dag, þegar Ísland er eitt ríkasta land heims er lífsins ómögulegt að byggja nýja brú án þess að fá einkaaðila að.

Það eina sem breyttist var viðhorf þeirra sem sitja að völdum ár eftir ár, áratug eftir áratug, til þess hvert hlutverk þeirra sé. Einu sinni snérist þetta um að búa til gott samfélag. Núna snýst þetta um að maka krókinn.

Smári segir að það sé ánægjulegt að fylgjast með mistökum ríkisstjórnarinnar, þó hann vilji ekki missa sig í þesskonar hugsunum. Hann vilji frekar sjá hana taka sig á

Fyrir vikið, þótt ég hefði gjarnan viljað sleppa því að sjá Kára Stefánsson taka enn eitt frekjukastið, sérstaklega þegar það gæti bitnað á almannaheilsu og öryggi, þá verð ég að viðurkenna að það er svolítið ánægjulegt að sjá ríkisstjórnina sem getur ekki tekið jafnvel auðveldustu ákvarðanir um almannahag fá ærlega á baukinn frá einum einkaaðilanum sem Sjallar hömpuðu á sínum tíma.

En Schadenfreude er vont nesti. Væri ekki betra ef ríkisstjórnin tæki sig til og gerði það sem þarf til að tryggja að Sýkla- og veirufræðideild LSH geti unnið úr þeim fjölda sýna á hverjum degi sem þörf er á, og það án þess að brenna út starfsfólkið í leiðinni?

Það væri fínt. En ég ætla ekki að halda niður í mér andanum. Vil ekki verða jafn blár og skepnan sem bjó til vandamálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins – Sigmundur bjó til regnboga

Mynd dagsins – Sigmundur bjó til regnboga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín ræðir Gunnar Smára – Segir marga líta á Viðreisn sem ógn

Þorgerður Katrín ræðir Gunnar Smára – Segir marga líta á Viðreisn sem ógn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveig sakar Björn um andlegt ofbeldi – „Ég ákvað að verða samt alltaf leið þegar það gerist“

Sólveig sakar Björn um andlegt ofbeldi – „Ég ákvað að verða samt alltaf leið þegar það gerist“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Morgunblaðið tekur undir sjónarmið Sigmundar Davíðs og hampar umdeildri grein hans í leiðara

Morgunblaðið tekur undir sjónarmið Sigmundar Davíðs og hampar umdeildri grein hans í leiðara