fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Gefur lítið fyrir áhuga ríkisstjórnarinnar á afglæpavæðingu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. júlí 2020 10:21

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Öll ofangreind atburðarrás hlýtur að vekja upp spurninguna um hvernig það megi vera að varsla neysluskammta vímuefna sé enn refsiverð þrátt fyrir að meirihluti þingsins og nokkrir ráðherrar styðji afglæpavæðingu í orði kveðnu. Staðreyndin er augljóslega sú, að ekki er mikið á baki þess stuðnings og sömuleiðis að það skiptir máli hvaðan málin koma,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í nýrri grein á Vísir.is, þar sem hún gagnrýnir stjórnarmeirihlutann fyrir að hafa fellt frumvarp Pírata um afglæpavæðingu vörslu neysluskammta fíkniefna, en málið var lagt fyrir Alþingi á lokadögum vorþingsins:

„Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. Afstaða meirihlutans olli mörgum skiljanlega vonbrigðum enda er fráhvarf frá refsistefnu í vímuefnamálum á stefnuskrá tveggja stjórnarflokka og slíka stefnu má einnig finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Viðbrögð stjórnarliða við eðlilegri gagnrýni hafa því miður einkennst af fyrirslætti, sögufölsun og villandi málflutningi sem mikilvægt er að leiðrétta,“

segir Þórhildur og rekur síðan lið fyrir lið gagnrýnisefnin og svarar þeim, en þau voru helst að samráð við fagaðila hefði skort við vinnslu frumvarpsins og að neysluskammtar væru ekki skilgreindir í því.

Þórhildur bendir meðal annars á í ítarlegum röksemdum sínum að stjónarmeirihlutinn hafi líka fellt breytingartillögur minnihluta velferðarnefndar, sem innihéldu svör við flestum gagnrýnisatriðum stjórnarliða á frumvarpið. Auk þess hefði fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Halldóra Mogensen, lagt til í sérstakri breytingartillögu, að fresta skyldi gildistöku laganna til áramóta svo ráðherra gæfist sex mánaða svigrúm til að skilgreina neysluskammta.

Afglæpavæðing er á dagskrá bæði VG og Sjálfstæðisflokks og flokkarnir boða frumvarp þess efnis fyrir lok kjörtímabilsins. Sunna segist hins vegar ekki hafa heyrt af slíku frumvarpi úr herbúðum stjórnarliða fyrr en eftir að frumvarp Pírata um afglæpavæðingu kom fram. Í lok greinar sinnar segir hún:

„Komi heilbrigðisráðherra með frumvarp um afglæpavæðingu mun þingflokkur Pírata styðja það mál. Við munum veita því liðsinni og standa með heilbrigðisráðherra eins og við gerðum við vinnuna um neyslurýmin. Því okkur er sama hvaðan gott kemur. Spurningin sem eftir situr er, hvað mun það kosta okkur að bíða og vona að stjórnarliðar standi við stóru orðin, einhvern tímann kannski seinna?“

 

Frumvarp Pírata um afglæpavæðingu með breytingartillögum

Grein Þórhildar Sunnu

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi