fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Mögulegur arftaki Steingríms og Rósa Björk gæti fært sig um flokk

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 27. júlí 2020 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Jón Bragason hefur undanfarnar vikur fjallað um stöðu stjórnmálaflokkanna og framboðsmál þeirra í pistlum sínum á þingpöllunum í DV. Í nýjasta pistlinum gerir hann Samfylkinguna og VG að umtalsefni. Þar segir meðal annars:

„Steingrímur J. Sigfússon, fráfarandi formaður VG, hefur setið á Alþingi samfleytt síðan 1983. Steingrímur var þekktur fyrir að mæta hvarvetna á mannamót í sínu kjördæmi. Gjarnan sást til hans taka í nefið með bændum upp undir húsvegg. Fólk í kjördæminu kveðst lítið hafa orðið vart við hann undanfarin misseri og hefur til marks um að hann ætli ekki fram aftur.

Margir velta fyrir sér mögulegum arftaka. Lítið hefur farið fyrir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur sem situr í öðru sæti lista flokksins í kjördæminu. Sumir heimildarmanna nefna Björn Val Gíslason skipstjóra en hann var þingmaður VG í kjördæminu 2009–2013.“

Þá er því velt upp í pistlinum að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG í Suðurvesturkjördæmi, skipti mögulega um lið. Grípum niður í pistilinn:

„… kunnugir segja hana eiga meiri samleið með Samfylkingunni en VG. Hún hugsi sér jafnvel að fara fram fyrir Samfylkinguna í kjördæminu. Rósa Björk er kona Kristjáns Guy Burgess, fyrrv. framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar og aðstoðarmanns Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Samfylkingin á fyrir einn þingmann í Kraganum, Guðmund Andra Thorsson, sem þykir ekki hafa sýnt mikil tilþrif í þingsal. Einn viðmælanda orðaði það svo að þetta væri „einfaldlega ekki hans deild“.“

Meira um málið í nýjasta DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur