fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Dagur sagður haldinn andúð og hatri á þörfustu þjónustufyrirtækjunum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 15:42

Dagur B. Eggertsson Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið hefur ekki veigrað sér við að gagnrýna borgarstjóra Reykjavíkur, Dag B. Eggertsson í ritstjórnarefni sínu. Einn ritstjórnarliður blaðsins, Staksteinar, gagnrýnir borgarstjóra einmitt í dag fyrir framgöngu borgarstjórnar í Miðborginni.

Borgarstjórn er í Staksteinum dagsins sökuð um óboðlega fyrirlitningu á sjónarmiðum annarra.

„Miðbær borgar má sín einskis ef engir fást í það hlutverk að gæða starfsemi hans lífi svo að öflugur miðbær fái þrifist“ 

Borgarstjórn hafi eytt ómældu fé í uppbyggingu á almenningssamgöngum sem borgarbúar séu nánast þvingaðir til að nota.

„Borgaryfirvöld eru illa haldin af andúð og hatri á þörfustu þjónustufyrirtækjum þeirra sem í borginni búa. Gríðarlegum fjármunum hefur verið varið til að byggja upp kerfi strætisvagna og iðulega sett og auglýst háreist markmið. En aldrei tekist þó að fá þennan þátt til að anna meira en 4% af flutningsþörfinni! Og þá eru viðbrögðin þau að reyna að þvinga borgarbúa nauðuga í vagnana með því að gera borgina illfæra fyrir aðra umferð“ 

Dagur kippir sér þó lítið upp við gagnrýnina. Um sé að ræða stefnu borgarinnar í umhverfismálum og stefnufestu í þeim málaflokk. Það sé nokkuð sem Dagur er stoltur af.

„Er nokkuð vanur því að vera skammaður í Staksteinum Mogga og ritstjórnargreinum – og oft er langt seilst. Skammir dagsins eru beinlínis fyrir stefnufestu í grænum málum, göngugötum og Borgarlínu. Gengst glaður við því. Þurfum einmitt stefnufestu til að tryggja græna framtíð.“ 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn