fbpx
Þriðjudagur 19.janúar 2021
Eyjan

Miðflokkurinn á leið inn í hlýjuna

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. júlí 2020 18:20

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og lögfræðingur, fjallar í nýjasta pistli sínum í DV um stöðu Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Hann segir sameiningu flokkana útilokaða en samstarf þeirra í ríkisstjórn geti aftur á móti orðið möguleiki eftir næstu kosningar. Þó séu ljón í veginum. Grípum niður í pistilinn:

 

„Ýmsir miðflokksmanna eiga bágt með að fyrirgefa Lilju [Dögg Alfreðsdóttur] að hafa kallað nokkra þingmenn þeirra „ofbeldismenn“ eftir að upptökurnar á Klaustursbar urðu opinberar og sumir þeirra nefna að þeim finnist kúnstugt að hún sé álitin vonarstjarna Framsóknarflokks nú þar sem það var Sigmundur sem fékk hana til liðs við ríkisstjórnina á sínum tíma—og þá beinlínis í óþökk hluta þingflokksins sem greiddi atkvæði gegn því að hún yrði skipuð ráðherra.

 

Flestum heimildarmönnum ber saman um að Lilja stefni á formannsstólinn í Framsóknarflokknum en Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tilkynnt að hann hyggist sitja áfram sem formaður.

 

Lilja er þingmaður fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður en alls óvíst er hvort flokkurinn nái nokkrum manni inn í Reykjavíkurkjördæmunum í næstu kosningum. Til tals hefur komið að hún fari fram í oddvitasæti í einu landsbyggðarkjördæmanna, en þar sitja menn og konur á fleti fyrir.“

 

Björn Jón fjallar líka í greininni um gerólíka stöðu flokkanna. Á meðan Miðflokkurinn sé næstum skuldlaus hafi Framsóknarflokkurinn skuldað 239 milljónir í árslok 2018. Þá kemur fram í pistlinum að tal um að aðrir flokkar hyggist útiloka Miðflokkinn frá stjórnarsetu eigi ekki við rök að styðjast. Sigurður Ingi Jóhannsson sjái þó „rautt í hvert sinn sem nafn Sigmundar Davíðs er nefnt. Katrín Jakobsdóttir og Sigmundur Davíð kunna að sögn prýðilega hvort við annað. Þau hafa þekkst lengi og störfuðu um tíma saman á Ríkisútvarpinu. Hún var málfarsráðunautur á fréttastofunni þegar hann flutti fréttir. Annars hugnast miðflokksmönnum flestum illa samstarf við Samfylkingu og ýmsa úr Vinstri grænum og Pírötum.“

Meira um málið í nýjasta helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hörður segir Samfylkinguna blekkja og rugla varðandi sölu Íslandsbanka

Hörður segir Samfylkinguna blekkja og rugla varðandi sölu Íslandsbanka
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ármann fer fögrum orðum um umdeildar áætlanir Kópavogs – Íbúar mótmæla áformunum

Ármann fer fögrum orðum um umdeildar áætlanir Kópavogs – Íbúar mótmæla áformunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gunnar Bragi vill fá að sjá bóluefnasamningana – „Það voru mistök að treysta Evrópusambandinu“

Gunnar Bragi vill fá að sjá bóluefnasamningana – „Það voru mistök að treysta Evrópusambandinu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórarinn í Spaðanum vill kaupa Domino‘s

Þórarinn í Spaðanum vill kaupa Domino‘s