fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Eyjan

Mikil reiði meðal sjálfstæðismanna

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. júlí 2020 19:00

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Sigríður Andersen og Áslaug Arna voru allar teknar framfyrir karlmenn sem voru ofar á listum þegar kom að vali á ráðherrum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Jón Bragason fjallar um stöðu einstakra stjórnmálaflokka og framboðsmál þeirra þessa dagana. Í nýjasta DV var Sjálfstæðisflokkurinn tekinn fyrir, en ýmsir heimildarmanna í flokknum eru ósáttir með þær miklu tilfæringar sem gerðar hafa verið á listum flokksins undanfarin ár. Grípum niður í pistilinn:

„Til hvers er verið að halda prófkjör þegar formaður flokksins velur bara þá sem honum þóknast af listunum?“ spurði einn óánægður áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum og vísaði þess þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Sigríður Andersen og Áslaug Arna voru teknar framfyrir karlmenn sem voru ofar á listum þegar kom að vali á ráðherrum. Sami viðmælandi rifjaði upp að Bryndís Haraldsdóttir hefði verið hífð upp um sæti í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi. Viðmælendur hafa enn fremur nefnt að þessar tilfæringar hafi ekki orðið til að auka vinsældir flokksins nema síður sé.

Brynjar Níelsson var formaður Lögmannafélagsins og er reyndur hæstaréttarlögmaður. Mörgum flokksmönnum finnst ítrekað hafa verið gengið freklega framhjá honum við val á dómsmálaráðherra. Þá nefna sumir að mun lýðræðislegra væri að taka upp fyrra fyrirkomulag og láta þingflokkinn kjósa hverju sinni milli ráðherraefna – alltof mikil völd séu færð í hendur formanns flokksins við tilefningu ráðherra.“

Um framboðsmálin í Norðausturkjördæmi segir í pistlinum:

„Heimildarmenn í Norðausturkjördæmi telja allt eins líklegt að Kristján Þór Júlíusson gefi áfram kost á sér og víst að Njáll Trausti Friðbertsson fari fram. Kristján Þór er talinn standa það styrkum fótum í kjördæminu að varla nokkur geti veitt honum keppni.

Meðal ungliða í kjördæminu er horft til Berglindar Óskar Guðmundsdóttur sem er lögfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Yrði þetta reyndin stefndi í „Akureyrarlista“. Aðrir Eyfirðingar, Siglfirðingar, Þingeyingar og Austfirðingar tækju því ekki þegjandi og hljóðalaust.

Nafn bæjarstjórans á Akureyri, Ásthildar Sturludóttur, hefur líka heyrst nefnt sem mögulegs frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Hún starfaði áður með flokknum, en er ráðin ópólitískur bæjarstjóri af meirihluta Framsóknarflokks, L-lista og Samfylkingar. Innan þeirra flokka var gagnrýnt að með ráðningu hennar væru andstæðingar Sjálfstæðisflokksins að styrkja í sessi verðandi frambjóðanda „íhaldsins“.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þungar ásakanir á Vegagerðina eftir ógilta samkeppni um brú yfir Fossvog – „Endanleg staðfesting á því hversu rotið þetta er“

Þungar ásakanir á Vegagerðina eftir ógilta samkeppni um brú yfir Fossvog – „Endanleg staðfesting á því hversu rotið þetta er“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Óli Björn mun ekki greiða atkvæði með skattahækkunum

Óli Björn mun ekki greiða atkvæði með skattahækkunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn