fbpx
Mánudagur 30.nóvember 2020
Eyjan

Dagur vill flýta Borgarlínu – Verðum að komast úr skotgrafahernaði um ferðamáta

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. júlí 2020 08:00

Dagur B. Eggertsson. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að miðað við þær aðstæður sem nú ríkja í efnahagslífinu eigi að horfa til þess að flýta framkvæmdum við Borgarlínu sem og aðrar samgöngubætur. Við núverandi aðstæður sé það ekki svarið að borgin skeri niður í rekstri eða stöðvi framkvæmdir. Mikilvægt sé að opinberir aðilar taki höndum saman og fleyti atvinnulífinu yfir erfiðan hjalla.

Þetta kemur fram í viðtali við Dag í Morgunblaðinu í dag. Alþingi samþykkti nýja samgönguáætlun á dögunum en samkvæmt henni er hægt að hefjast handa um gerð Borgarlínunnar. Í fyrsta áfanga verksins er leið hraðfara strætisvagna úr miðborginni í Höfðahverfi og í Hamraborg í Kópavogi.

Dagur væntir þess að hönnun þessara framkvæmda ljúki næsta vetur og að vagnar aki eftir þessari leið eftir þrjú ár hið mesta.

„Reyndar horfi ég til þess að samgönguverkefnunum, sem eiga að kosta 120 milljarða í heild og vinnast á 15 árum, verði flýtt.“

Er haft eftir Degi sem sagði einnig að með því að auka vægi almenningssamgangna verði meira rými fyrir aðrar samgöngur á samgönguæðum höfuðborgarsvæðisins. Það verði meira rými fyrir einkabílinn og þá sem ganga, hlaupa eða hjóla.

„Í framtíðinni verða ferðavenjur flestra meiri blanda ólíkra kosta en nú. Því er okkur nauðsynlegt að komast út úr þeim skotgrafahernaði að líta á að einhver einn ferðamáti skuli ráða.“

Er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gamla fólkið á valdastólum

Gamla fólkið á valdastólum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur svaraði fyrir breytingarnar hjá Miðflokknum – „Hvað gerir varaformaður í stjórnmálaflokki?“

Ólafur svaraði fyrir breytingarnar hjá Miðflokknum – „Hvað gerir varaformaður í stjórnmálaflokki?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur með mikilvæg skilaboð – „Gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir skuldsett heimili“

Vilhjálmur með mikilvæg skilaboð – „Gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir skuldsett heimili“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Leggja til að frítekjumark hækki í 300 þúsund

Leggja til að frítekjumark hækki í 300 þúsund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“