fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

Félagsmálaráðherra styrkir Stígamót um 20 milljónir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. júlí 2020 08:00

Ásmundur Einar Daðason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Stefánsson, hefur ákveðið að styrkja starfsemi Stígamóta um 20 milljónir króna næsta árið. Þetta er gert til að bregðast við auknu álagi í þjónustu samtakanna og stytta biðtíma eftir þjónustu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og vitnar í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Fram kemur að Stígamót hafi að undanförnu lagt áherslu á að efla þjónustu sína og stytta biðtíma eftir viðtali. Eftirspurn eftir þjónustu hefur aukist á síðustu misserum í kjölfar umræðu um kynferðisofbeldi. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur einnig aukið á þjónustuþörfina.

Með styrknum geta samtökin ráðið tvo nýja ráðgjafa og þannig stytt biðtímann eftir viðtali.

„Ofbeldi eykst oft í samfélaginu í kjölfar erfiðra tímabila, líkt og COVID-19 faraldursins. Það er því mjög mikilvægt að við aukum úrræði fyrir einstaklinga sem verða fyrir hvers kyns ofbeldi og greiðum aðgengi þeirra að þjónustunni. Stígamót hafa um áratugaskeið unnið vandað og mikilvægt starf með þolendum kynferðisofbeldis og stuðningurinn við samtökin er hluti af félagslegum aðgerðapakka þar sem við ætlum að grípa þá hópa sem verða fyrir miklum áhrifum vegna faraldursins.“

Er haft eftir Ásmundi Einari í tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Þrjár vondar hugmyndir

Sigmundur Ernir skrifar: Þrjár vondar hugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda

Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Mestu varðar mannúðin og mildin

Sigmundur Ernir skrifar: Mestu varðar mannúðin og mildin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Nú getur biskup einbeitt sér að því sem biskup á að gera

Guðrún Karls Helgudóttir: Nú getur biskup einbeitt sér að því sem biskup á að gera
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri