fbpx
Þriðjudagur 07.júlí 2020
Eyjan

Ráðherraskottið of lítið fyrir Katrínu – UPPFÆRT

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 09:19

Mynd: Fréttablaðið/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UPPFÆRT kl 16:36: Hér neðst má sjá yfirlýsingu frá Umbru þar sem segir að ráðherra hafi ekki haft aðkomu að því að skipt var um ráðherabíl.

Rafmagnsjeppi af gerðinni Mercedes Benz EQC var keyptur í nóvember í fyrra til afnota fyrir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, fyrir 7,5 milljónir, með 25-30% afslætti. Farangursgeymsla bílsins reyndist þó of lítil fyrir Katrínu og er bíllinn nú notaður fyrir Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

UMBRA, sem er þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins, barst fjögur tilboð frá umboðunum og ákvað að kaupa Benz jeppann. Katrín hefur hins vegar sést á Audi e-Tron bifreið undanfarið.

Haft er eftir Viktori Jens Vigfússyni, framkvæmdastjóra UMBRA, að Audi bíllinn hafi verið tekinn á leigu þar til yfirstandandi útboði um þrjá rafmagnsknúna ráðherrabíla lýkur síðar í þessum mánuði og á meðan hafi heilbrigðisráðherra afnot af Benz jeppanum.

Segir hann bílaskipti milli ráðuneyta gjarnan eiga sér stað þó svo það sé yfirleitt svo að sömu bílarnir tilheyri tilteknum ráðherrum. Þá staðfesti hann að samkvæmt reynslunni af Benz jeppanum yrðu gerðar kröfur um aukið rými og meiri veghæð í yfirstandandi útboði.

Hér að neðan má sjá mynd af bíl af sömu tegund ásamt farangursrýminu, sem er sagt um 500 lítrar.

Yfirlýsing Umbru í heild sinni:

Vegna fréttar í Fréttablaðinu vill framkvæmdastjóri Umbru – þjónustumiðstöðvar stjórnarráðsins taka fram að forsætisráðherra hafði ekki aðkomu að þeirri ákvörðun að skipta um ráðherrabíl. Ákvörðunin, sem tekin var af Umbru, hafði ekkert með farangursrými bílsins að gera heldur var hún liður í víðtækari prófunum Umbru á þessum fyrsta alfarið rafknúna ráðherrabíl Stjórnarráðsins. Í kjölfar þeirra prófana var niðurstaðan eftir samráð við ríkislögreglustjóra og ráðherrabílstjóra að endurskoða nokkrar kröfur til ráðherrabifreiða. Meginbreytingin sem snýr að bifreið forsætisráðherra er aukin krafa um veghæð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný skýrsla: Heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti fylgja ekki lögum og reglum

Ný skýrsla: Heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti fylgja ekki lögum og reglum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Icelandair frestar hlutafjárútboði – Greiðslustöðvun náist ekki samningar

Icelandair frestar hlutafjárútboði – Greiðslustöðvun náist ekki samningar