fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Eyjan

Talningu lokið í öllum kjördæmum – Guðni fékk 92,2 prósent atkvæða

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. júní 2020 09:34

Guðni fékk næst hæsta hlutfall atkvæða í sögunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er talningu á öllum atkvæðum, sem greidd voru í forsetakosningunum í gær, lokið í öllum kjördæmum. Eins og skoðanakannanir bentu til var niðurstaðan mjög afgerandi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti, hlaut 92,2 prósent atkvæða en Guðmundur Franklín Jónsson hlaut 7,8 prósent atkvæða. Kjörsókn var dræm eða 66,9% á landsvísu.

Svona voru úrslitin í einstökum kjördæmum:

 

Norðvesturkjördæmi:

Á kjörskrá voru 21.511.

Kjörsókn var 69,2% en 14.888 greiddu atkvæði.

Guðmundur Franklín Jónsson fékk 1.150 atkvæði eða 8%.

Guðni Th. Jóhannesson fékk 13.301 atkvæði eða 92%.

Auð og ógild atkvæði voru 437.

 

Norðausturkjördæmi:

Á kjörskrá voru 29.695.

Kjörsókn var 69,1% en 20.514 greiddu atkvæði.

Guðmundur Franklín Jónsson fékk 1.317 atkvæði eða 6,6%.

Guðni Th. Jóhannesson fékk 18.535 atkvæði eða 93,4%.

Auð og ógild atkvæði voru 662.

 

Reykjavíkurkjördæmi norður:

Á kjörskrá voru 46.059

Kjörsókn var 65% en 29.950 greiddu atkvæði.

Guðmundur Franklín Jónsson fékk 2.259 atkvæði eða 7,8%.

Guðni Th. Jóhannesson fékk 26.800 atkvæði eða 92,2%.

Auð og ógild atkvæði voru 891.

 

Reykjavíkurkjördæmi suður:

Á kjörskrá voru 44.818.

Kjörsókn var 66,5% en 29.788 greiddu atkvæði.

Guðmundur Franklín Jónsson fékk 2.334 atkvæði eða 8,1%.

Guðni Th. Jóhannesson fékk 26.549 atkvæði eða 91,9%.

Auð og ógild atkvæði voru 905.

 

Suðurkjördæmi:

Á kjörskrá voru 37.489.

Kjörsókn var 64,6% en 24.221 greiddu atkvæði.

Guðmundur Franklín Jónsson fékk 2.276 atkvæði eða 9,7%.

Guðni Th. Jóhannesson fékk 21.098 atkvæði eða 90,3%.

Auð og ógild atkvæði voru 847.

 

Suðvesturkjördæmi:

Á kjörskrá voru 72.695.

Kjörsókn var 68% en 49.460 greiddu atkvæði.

Guðmundur Franklín Jónsson fékk 3.461 atkvæði eða 7,2%.

Guðni Th. Jóhannesson fékk 44.630 atkvæði eða 92,8%.

Auð og ógild atkvæði voru 1.369.

 

Á landsvísu skiptust atkvæðin svona:

Greidd atkvæði voru 168.821.

Guðmundur Franklín Jónsson fékk 12.797 atkvæði.

Guðni Th. Jóhannesson fékk 150.913 atkvæði.

Auðir seðlar voru 4.043.

Ógildir seðlar voru 1.068.

Kjörsókn var 66,9%.

252.267 voru á kjörskrá og greiddu 168.821 atkvæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera