fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Skarpur og Vikudagur sameinast í Vikublaðið – Jóhannes hættir

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. júní 2020 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsfréttablaðið Skarpur, sem stofnað var árið 2002, kemur út í síðasta sinn í dag. Mun það sameinast Vikudegi á Akureyri undir nafninu Vikublaðið, sem kemur út í næstu viku.

Frá þessu greinir Jóhannes Sigurjónsson, ritstjóri Skarps, á Facebooksíðu sinni og rekur sögu blaðsins stuttlega:

„31. júlí n.k. eru liðin 41 ár frá því fyrsta tölublað Víkurblaðsins kom út á Húsavík á því herrans harðindaári 1979. Frá árinu 1997 og allt til ársins 2001, var svo blaðið í samstarfi við og hluti af Degi á Akureyri. Og þegar það blað lagði upp laupana, hóf Víðir Pétursson útgáfu á Skarpi á Húsavík og fyrsta tölublað Skarps kom út 25. janúar 2002.“

Hættir eftir 41 ár

Jóhannes greinir einnig frá því að hann muni láta af störfum hjá Ásprenti/ Stíl á Akureyri að eigin frumkvæði um næstu mánaðarmót og þar með ljúki 41 árs blaðamannaferli hans, þó eflaust muni hann stinga niður penna í hið nýja blað.

„Frá upphafi hef ég verið viðloðandi og lengst af ritstýrt þessum blöðum í samtals 41 ár og auðvitað mál að linni og tími til kominn og klárlega þó fyrr hefði verið – út frá öllum skynsamlegum mælikvörðum. Enda ég löngu kominn fram yfir síðasta söludag, (sjá mynd) og er í raun opinberlega varla til, því ég á ekki snjallsíma og er ekki einu sinni með rafræn skilríki!“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB