fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Eyjan

Krefst rannsóknar á bókhaldsmisræmi RÚV upp á 195 milljónir – „Þetta er grafalvarlegt mál“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. júní 2020 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðanda, vill að bókhald RÚV verði rannsakað vegna þess að rúmar 195 milljónir króna vantar upp á að stofnunin uppfylli samning sinn við mennta – og menningarmálaráðuneytið um kaup á efni frá sjálfstæðum framleiðendum.

Grafalvarlegt mál

Fréttablaðið hefur fjallað um málið, en RÚV virðist nota aðra skilgreiningu á hugtakinu sjálfstæður framleiðandi , heldur en þjónustusamningurinn segir til um.

Eru því verktakagreiðslur til einstaklinga skilgreindar sem kaup af sjálfstæðum framleiðendum.

Í þjónustusamningi RÚV við mennta- og menningarmálaráðuneytið kemur einnig fram að RÚV þurfi að ná lágmarksviðmiðum í kaupum af innlendum sjálfstæðum framleiðendum. RÚV náði ekki þessum viðmiðum í fyrra:

„Þetta er grafalvarlegt mál. Ef þetta er staðan þá tel ég eðlilegt að þetta verði rannsakað og leiðrétt. Það er engan veginn í lagi að brjóta á rétti sjálfstæðra framleiðenda og taka af þeim fjármagn sem ætti að fara í íslenskt leikið efni og heimildarmyndir,“

segir Kristinn.

Stórar fjárhæðir

Engin svör hafa borist frá RÚV eða Lilju Alfreðsdóttur að sögn Fréttablaðsins, en Kristinn segir að þessir peningar hefðu komið að góðum notum fyrir sjálfstæða framleiðendur:

„Tvö hundruð milljónir eru heilmiklir peningar. Það eru auðveldlega tvær sjónvarpsseríur og kaup á nokkrum bíómyndum. Það er bara á þessu eina ári, það þyrfti að skoða árin á undan líka. Það munar mjög miklu að bíða með verkefni í eitt eða tvö ár vegna þess að RÚV segist ekki eiga peninga. Ef það er búið að eyða þeim í annað, þá er það grafalvarlegt,“

segir Kristinn og bætir við að ef RÚV sé hinsvegar heimilt að skilgreina einstaka verktaka sem sjálfstæða framleiðendur, sé verið að teygja sig langt inn á gráa svæðið, sem sé ekki í anda þjónustusamningsins.

Verið er að undirbúa nýjan þjónustusamning og vonast Kristinn til að hann taki á þessu máli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Átta ný innanlandssmit
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Ingi sér rautt yfir Sigmundi Davíð – Lilja sögð stefna á formannsstól

Sigurður Ingi sér rautt yfir Sigmundi Davíð – Lilja sögð stefna á formannsstól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rio Tinto kvartar til Samkeppniseftirlitsins

Rio Tinto kvartar til Samkeppniseftirlitsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir harðlega afskipti af Lífeyrissjóði verslunarmanna: „Grafið undan lífeyrissjóðum“

Gagnrýnir harðlega afskipti af Lífeyrissjóði verslunarmanna: „Grafið undan lífeyrissjóðum“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ragnar Þór stendur við yfirlýsinguna um að Lífeyrissjóður verslunarmanna taki ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair

Ragnar Þór stendur við yfirlýsinguna um að Lífeyrissjóður verslunarmanna taki ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gunnar Smári sendir stjórnendum Icelandair væna pillu – „Þetta getur því ekki endað nema illa“

Gunnar Smári sendir stjórnendum Icelandair væna pillu – „Þetta getur því ekki endað nema illa“