fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Hér á ég heima

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 25. júní 2020 22:31

Kolbrún Baldursdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi skrifar:

Smáhýsi fyrir heimilislausa í Reykjavík hafa verið til umræðu um skeið. Markmið með smáhýsum er að veita einstaklingum og pörum með fjölþættan vanda öruggt húsnæði.  Erfitt hefur reynst að finna þessum smáhýsum stað. Mikilvægt er að smáhýsin séu nálægt allri helstu þjónustu og almenningssamgöngum.

Ég er fulltrúi flokks, Flokks fólksins, sem berst fyrir mannréttindum og jafnrétti viðkvæmustu hópa okkar samfélags. Ein af aðaláherslum Flokks fólksins frá upphafi er að berjast fyrir því að allir hafi öruggt húsaskjól. Að eiga þak yfir höfuðið er ein af grunnþörfum fólks.

Það hafa ekki allir verið sáttir við að fá smáhýsin í nærumhverfið. Þeir sem hafa mótmælt því óttast þann hóp sem þarna muni búa. Hlusta ber á allar raddir, líka þeirra sem mótmæla. Vel kann að vera að almennt þurfi að auka þekkingu á málefnum heimilislausra á Íslandi og veita betri innsýn. Stundum nægja upplýsingar og fræðsla um málaflokkinn til að róa þá sem bera kvíðboga fyrir að fá þetta nýja búsetuúrræði í hverfið sitt.

Fyrir einhverja sem fá úthlutað smáhýsi er það e.t.v. fyrsta heimilið þeirra í langan tíma, staður þar sem þeir geta dvalið á í stað þess að vera stöðugt á ferðinni. Heimili er ekki einungis skjól fyrir kulda og vosbúð. Tengslin við heimilið er ekki síður háð því að viðkomandi finni að hann er velkominn á staðinn og í hverfið. Það getur komið fyrir alla að vera heimilislaus.

Ástæður þess að fólk verður heimilislaust til langs tíma eru oftast margþættar. Skylda samfélagsins er að sjá til þess að allir hafi þak yfir höfuð sitt, stað sem þeir geta kallað heimili sitt. Að búa í samfélagi kallar á samtryggingu. Þrátt fyrir þennan samfélagssáttmála okkar Íslendinga hefur grunnþjónustu oft verið ábótavant í borginni.

Ennþá, þrátt fyrir mörg góðærin, eru langir biðlistar í helstu þjónustu og einnig eftir félagslegu húsnæði. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar þessu nýja búsetuúrræði og væntir þess að verðandi íbúar geti upplifað það sem heimili sitt, stað þar sem þeir geti fundið öryggi, frið og hvíld.

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi