fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Píratar bæta við fylgi sitt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið bæta Píratar 1,7 prósentustigum við fylgi sitt frá síðustu könnun sem var gerð í maí. Nú mælist flokkurinn með 13,6% fylgi, það mældist 11,8% í maí en flokkurinn fékk 9,2% fylgi í kosningunum 2017.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi, mælist nú með 23,1% en mældist með 22,4% í maí. Flokkurinn fékk 25,3% atkvæða í síðustu kosningum.

Samfylkingin mælist nú með 16,1% fylgi, mældist með 15% í maí og fékk 12,1% í síðustu kosningum.

Miðflokkurinn mælist með 8,9% fylgi, mældist með 8,6% í maí og fékk 10,9% í síðustu kosningum.

Fylgi Viðreisnar mælist 10% nú, var 9,8% í maí en flokkurinn fékk 6,7% atkvæða í síðustu kosningum.

Vinstri græn tapa smávegis fylgi á milli kannana, mælast nú með 11,5% fylgi en mældust með 11,8% í síðustu könnun. Flokkurinn fékk 16,9% fylgi í síðustu kosningum.

Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 1,2 prósentustigum minna en í síðustu könnun. Er nú 7,2% en var 8,4% í maí. Flokkurinn fékk 10,7% atkvæða í síðustu kosningum.

Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins mælast undir 5% fylgi sem er þröskuldurinn sem komast verður yfir til að fá jöfnunarþingmann. Fylgi Sósíalista mælist nú 3,8% en mældist 4,5% í síðustu kosningum. Fylgi Flokks fólksins mælist nú 4,4% eins og í maí en flokkurinn fékk 6,9% fylgi í síðustu kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli