fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Eyjan

Hildur svarar fullum hálsi – „Það er óstjórn í borginni“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 22. júní 2020 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag birti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs pistil þar sem hún fór hörðum orðum um Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Nú hefur Hildur svarað pistli Þórídísar í Facebook-færslu.

Hildur vitnar í umsögn Reykjavíkurborgar og segir að Þórdís sé „úti á túni“ í umfjöllun sinni.

„Það var sérstakur heiður þegar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, nafngreindi mig í fyrirsögn á vandlætingarpistli dagsins. Þar skýtur hún púðurskotum á undirritaða en afhjúpar jafnframt grímulaust, ábyrgðarleysi sitt gagnvart fjármálum Reykjavíkurborgar. Hún segir rekstur borgarinnar sérlega blómlegan og kannast ekkert við þá neyðaraðstoð sem Reykjavíkurborg hefur óskað frá ríkinu – neyðaraðstoð sem fjallað var um í sérstakri umsögn borgarinnar til alþingis nýverið. Umsögnin var á dagskrá borgarráðs á vordögum, hvar Þórdís Lóa gegnir formennsku, en kynnir sér greinilega ekki eigin fundargögn. Hún hefði betur haldið uppteknum hætti við garðvinnu – sem hún tók snemmbúið sumarleyfi fyrir – enda úti á túni í sinni umfjöllun.

Hér að neðan má finna slóð á umrædda umsögn Reykjavíkurborgar við aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa COVID-19. Með umsögninni fylgja niðurstöður starfshóps, sem skipaður var af borgarstjóra, hvar sátu margir helstu stjórnendur Reykjavíkurborgar. Í niðurstöðum starfshópsins segir meðal annars: „Vandinn snýst hins vegar ekki aðeins um skammtíma fjármögnunarvanda heldur stefnir í algerlega ósjálfbæran rekstur til margra ára. Þessa ósjálfbærni er ekki hægt að leysa með hækkun leyfilegrar skattlagningar eða þjónustugjalda eða með stórfelldum niðurskurði í útgjöldum borgarinnar sem varða að langmestu leyti leik- og grunnskóla og velferðarþjónustu. Hefðbundnar aðferðir eru ekki í boði. Þá er ekki hægt að leysa þetta með stórfelldum lánveitingum þar sem veltufé frá rekstri mun ekki til margra ára fram undan standa undir afborgunum.“

Hún segir að borgin hafi ítrekað óskir sveitarfélaganna um að fá 50 milljarða króna fjárhagsstuðning til þess að standa undir skyldum sínum. Hildur spyr út í það hvort að Þórdís sé nægilega meðvituð um þetta.

„Á þessum grundvelli ítrekaði borgin óskir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um 50 milljarða óendurkræfan fjárhagsstuðning frá ríkinu – og annað eins að láni frá Seðlabanka Íslands á hagkvæmustu kjörum með 5-7 afborgunarlausum árum. Öðrum kosti gæti höfuðborgin ekki staðið undir þjónustuskyldum sínum við íbúana og heimilin – rekstur borgarsjóðs yrði algjörlega ósjálfbær til margra ára. Undir umsögnina ritar sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar. Engin önnur sveitarfélög eiga þar hlut að máli. Miðað við íbúatölu yrði hlutdeild Reykjavíkurborgar í neyðaraðstoðinni um 60 milljarðar króna. Er Þórdís Lóa ómeðvituð um neyðarkallið?“

Hildur segir að óstjórn ríki í borginni og að skrif Þórdísar sýni fram á undirlægjuhátt gagnvart borgarstjóra.

„Þórdís Lóa ætti hugsanlega að spara vandlætinguna, rétt á meðan hún kynnir sér staðreyndir. Skrif hennar sýna, svo ekki verður um villst, hvers kyns meðvirkni og undirlægjuháttur ríkir gagnvart borgarstjóra. Tölurnar tala sínu máli. Það er óstjórn í borginni – og þeirri staðreynd verður ekki sópað undir rykfallnar gólfmottur borgarstjóra á minni vakt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Pútín birti grein í Morgunblaðinu

Pútín birti grein í Morgunblaðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti