fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Mogginn ver Trump og gagnrýnir Twitter– „Slá sig til riddara á sem ódýrastan hátt“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 29. maí 2020 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið gagnrýnir meinta ritskoðunartilburði Twitter í leiðara sínum í dag, en sem kunnugt er þá hefur þessi vinsæli samfélagsmiðill tvívegis gert athugasemdir við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem staðhæfingar hans eru sagðar misvísandi, og þær leiðréttar. Hafði miðillinn byrjað á þessu í kórónuveirufaraldrinum, þegar mikið um misvísandi og rangar upplýsingar fékk að flæða um netheima og gat jafnvel ógnað lífi fólks, sem brá á það ráð að drekka baneitrað glundur í þeirri von um að smitast ekki af Covid-19.

Hefur Trump hótað að herða reglur um samfélagsmiðla í kjölfar aðfinnsla Twitter gagnvart færslum sínum, jafnvel láta loka þeim, en Trump er sannkallaður stórnotandi þegar kemur að Twitter og er hann með um 80 milljónir fylgjenda þar.

Slá sig til riddara

Morgunblaðið minnist á þessar tvær aðfinnslur Twitter:

„Á sama tíma fengu tvær öllu umdeildari færslur forsetans að standa óhaggaðar, sem bendir til að Twitter hafi viljað slá sig til riddara á sem ódýrastan hátt á kostnað forsetans. Trump hefur, eins og við var að búast, tekið þessum aðgerðum Twitter mjög illa, og sakar hann nú samskiptamiðilinn um að stunda sérstaka ritskoðun á skoðunum þeirra sem eru til hægri í bandarískum stjórnmálum. Óháð því hvort sú afstaða er rétt hjá honum eða ekki – Twitter mun ef til vill úrskurða um það – er óneitanlega skringilegt að hugsa til þess að Twitter setjist yfirhöfuð í dómarasæti yfir þeim skoðunum sem þar eru birtar, hvort sem þær eru til hægri eða vinstri.“

Í leiðaranum segir hins vegar að vissulega séu til aðstæður þar sem fyrirtæki eins og Twitter þurfi að taka afstöðu til efnis, svo sem þegar um er að ræða hótanir eða hvatningar til ofbeldis:

„…en þurfti það að setja sig í dómarasæti yfir „röngum“ skoðunum Trumps? Hafa skal í huga, að af þeim 80 milljónum sem fylgjast með skilaboðum hans, eru fjölmargir sem ekki deila skoðunum Trumps eða hafa mikið álit á forsetanum, og þeir hafa ekki verið feimnir við að svara honum fullum hálsi.“

Á hálum ís

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins segir Twitter ekki eiga að setjast í dómarasæti um sannleikann:

„Twitter er komið á býsna hálan ís með því að ætla sér að úrskurða um rétt og rangt í umræðum fólks. Ætli fyrirtækið að elta allt sem einhverjir telja vitleysu og birtist á síðum þess verður nóg við að vera hjá starfsmönnum þess. Það er hins vegar í meira lagi óvíst að sannleikanum sé gerður sérstakur greiði með því að Twitter setjist í dómarasæti hinnar opinberu umræðu.“

Þess skal getið að samkvæmt almennum  reglum Twitter er ekki leyfilegt að birta efni sem er ofbeldishvetjandi.

Í  einni reglu Twitter sem notendur þurfa að fara eftir, líka Bandaríkjaforseti, er þar að auki skýrt kveðið á um að misvísandi og falskar upplýsingar séu ekki leyfðar, ef dreifing þeirra er talin skaðleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki