fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Eyjan

Guðmundur fær harða útreið – „Illa haldinn af athyglissýki og ofmati á sjálfum sér“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 09:01

Guðmundur Franklín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Allnokkur dæmi eru um að einstaklingar sem hafa enga burði til að gegna hlutverkinu hafi vaðið í framboð og staðið uppi í lokin með lítið sem ekkert fylgi. Niðurstaða sem nær öllum var ljós allt frá byrjun, nema frambjóðandanum sem var illa haldinn af athyglissýki og ofmati á sjálfum sér. Slík staða blasir einnig við að þessu sinni,“

segir Kolbrún Bergþórsdóttir í leiðara Fréttablaðsins í dag um Guðmund Franklín Jónsson, forsetaframbjóðanda. Ljóst er að Kolbrún hefur lítið álít á Guðmundi og fær hann nokkuð harða útreið hjá Kolbrúnu, í háði og spotti:

„Mótframbjóðandinn, Guðmundur Franklín Jónsson, ber sig vel og talar eins og möguleikar hans á sigri séu töluverðir. Það er afstaða út af fyrir sig og forvitnileg fyrir margra hluta sakir. Reyndar er ekki vitað til að margir hafi komið að máli við Guðmund Franklín og skorað á hann að bjóða sig fram, en hann hefur greinilega átt hvetjandi samtal við sjálfan sig áður en hann tók ákvörðun sína.“

Afleikur

Kolbrún minnist einnig á ummæli Guðmundar eftir að hann var gestur Silfursins á sunnudag, sem vöktu athygli margra:

„Guðmundur Franklín hóf kosningabaráttu sína á allóvenjulegan hátt, með því að hóta fjölmiðlafólki. Það gerðist í kjölfar þess að frambjóðandinn var spurður spurningar, sem honum mislíkaði, í sjónvarpsþætti á RÚV. Hann sagði á fésbókarsíðu sinni að hann ætti „stóra vopnageymslu af upplýsingum um allt þetta fólk“ – það er að segja starfsfólk RÚV – og sagðist ekki hika við að nota þær ef þörf krefði. Ef Guðmundi Franklín er alvara með forsetaframboði sínu, sem honum virðist vera, þá var þessi leikur sá alversti í stöðunni. Forseti á ekki að hóta fjölmiðlafólki, líki honum ekki framganga þess,“

segir Kolbrún.

Leiðum að líkjast

Hún telur að Guðmundur sé því miður aðdáandi Donalds Trump:

„Sennilega hefur Guðmundur Franklín horft á of marga blaðamannafundi með Donald Trump og hugsanlega hrifist af þeim ósköpum sem sá alræmdi forseti lætur út úr sér og því hvernig hann ónotast út í fjölmiðlafólk. Aðdáun Guðmundar Franklíns á Trump hefur alla vega ekki farið fram hjá þeim sem heyrt hafa erlendar „fréttaskýringar“ hans á Útvarpi Sögu. Trumpistar Íslands, sem eru reyndar allt of margir, hafa ástæðu til að gleðjast, þeir hafa vísast fundið sinn frambjóðanda, og munu örugglega skunda á kjörstað.“

Kolbrún segir að lokum að eflaust sé lítill áhugi meðal almennings á forsetakosningunum og margir muni sitja heima. Hún hvetur þó landsmenn til að nýta atkvæði sitt:

„Kosningarnar nú gefa landsmönnum ágætt tækifæri til að þakka núverandi forseta fyrir gott starf og endurnýja traustið til hans. Þannig má helst finna góðan tilgang í komandi forsetakosningum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tilkynna um flug milli Íslands og Montreal

Tilkynna um flug milli Íslands og Montreal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera