fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Skoða beina fjárstyrki til verst settu sveitarfélaganna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 08:00

Sigurður Ingi Jóhannsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verið er að skoða hvort ríkissjóður muni styrkja verst settu sveitarfélögin með beinum fjárstyrkjum. Þetta eru þau sveitarfélög sem hafa farið verst út úr niðursveiflunni af völdum heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að samkvæmt svartsýnustu spá Ferðamálastofu og KPMG sé gert ráð fyrir 69% samdrætti í ferðaþjónustu. Samkvæmt minnisblaði Byggðastofnunar, um áhrif hruns ferðaþjónustunnar á sveitarfélögin, þá mun hrunið hafa mikil áhrif á atvinnustig og atvinnutekjur og þar með útsvarsstofn sveitarfélaganna. 2018 voru atvinnutekjur rúmlega 80% af útsvarsstofninum.

Fréttablaðið hefur eftir Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, að ýmsar þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur kynnt í aðgerðapökkum muni gagnast sveitarfélögunum.

„En við erum áfram í miklum viðræðum við ríkið um útfærslu og forgangsröðun ef það kemur til meiri stuðningur, sem við erum að kalla eftir.“

Sagði hann og nefndi að beinir fjárstyrkir til verst stöddu sveitarfélaganna hafi komið til tals.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði að þetta væri til skoðunar.

„Það er hópur í greiningarvinnu á ástandinu og á að skila þeirri vinnu af sér eftir um það bil tvær vikur.Svo erum við líka með mat Byggðastofnunar, sem sýnir að staðan er grafalvarleg hjá mörgum og það kemur því líka til greina að grípa til sértækra aðgerða þar sem vandinn er mestur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?