fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Eyjan

Segir flugfreyjur hjá Icelandair vel geta unnið meira – „Er engin vorkunn“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 25. maí 2020 09:28

Hörður Ægisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við þessar aðstæður eru allir nauðbeygðir til að taka á sig einhvern skell. Hluthafar hafa nú þegar tapað nánast öllu sínu og flugstéttunum, sem munu áfram njóta betri starfskjara en almennt þekkist hjá öðrum vestrænum flugfélögum, er engin vorkunn að samþykkja aukið vinnuframlag. Meðalfjöldi flugstunda flugmanna og flugliða er með því lægsta sem þekkist og önnur flugfélög hafa fyrir margt löngu náð fram sambærilegum breytingum á kjarasamningum við sín stéttarfélög og Icelandir fer nú fram á,“

segir Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, í leiðara Fréttablaðsins.

Hann segir flugfélög um allan heim reyna að nýta flugáhafnir sínar betur til að auka samkeppnishæfni og Icelandair megi ekki sitja eftir:

„En þau félög sem gera ekkert munu eiga erfitt um vik að ná viðspyrnu þegar kreppunni lýkur. Með hliðsjón af slíkum aðgerðum annarra flugfélaga er því ljóst að hugsanlegir fjárfestar að Icelandair munu spyrja sig hvort samkeppnisstaðan verði í raun óbreytt, jafnvel þótt kjarasamningar náist við allar flugstéttirnar, og félagið enn einu skrefi á eftir sínum helstu keppinautum.“

Skilningsleysi og skuggastjórnun

Hörður segir Flugfreyjufélag Íslands og forystu verkalýðshreyfingarinnar sýna aðstæðum Icelandair fullkomið skilningsleysi og verkalýðshreyfingin stundi skemmdarverkastarfsemi:

 „Við sjáum nú þegar unnið er í reynd að endurreisn Icelandair, sem felst meðal annars í breyttum kjarasamningum, að það ætlar að reynast mörgum erfitt að aðlaga sig að þessum nýja veruleika. Skilningsleysið er á köflum átakanlegt,“

segir Hörður og bætir við að ummæli verkalýðsforystunnar séu dæmi um skuggastjórnun:

„Samninganefnd Flugfreyjufélagsins hefur verið stutt áfram af forystufólki verkalýðshreyfingarinnar sem nýtir jafnan hvert tækifæri fyrir skemmdarverkastarfsemi. Forseti ASÍ og formaður VR, sem hafa hótað að beita sér gegn því að lífeyrissjóðirnir fjárfesti í Icelandair ef félagið semur við flugliða utan Flugfreyjufélagsins, segja ekki sjóðunum fyrir verkum. Ummælin eru skýrt merki um skuggastjórnun og hljóta að verða til þess að Fjármálaeftirlitið taki málið til skoðunar. Lífeyrissjóðirnir, sem hafa umboðsskyldur gagnvart sínum sjóðsfélögum, fjárfesta ekki í Icelandair nema á viðskiptalegum forsendum og með arðsemismarkmið að leiðarljósi. Mikilvægur liður í því er að styrkja rekstrarhorfur flugfélagsins til frambúðar með hagræðingu í launakostnaði. Klukkan tifar.“

segir Hörður.

Nauðsynlegir afarkostir

Hörður segir afarkosti Icelandair hafa verið nauðsynlega vegna ástandsins og undrast viðbrögð flugfreyja:

„Formaður Flugfreyjufélagsins gagnrýnir Icelandair fyrir að hafa sett þeim afarkosti og segir það almennt ekki tíðkast í kjaraviðræðum á Íslandi. Þau ummæli vekja furðu. Ekki er að undra að enginn árangur hafi náðst ef forystufólk flugliða nálgast viðræðurnar líkt og um sé að ræða gerð kjarasamnings í venjulegu árferði. Svo er augljóslega ekki. Icelandair gæti vissulega ákveðið að gefa eftir í sínum kröfum, sem felast í því að ná yfir 20 prósenta hagræðingu í launakostnaði, gagnvart Flugfreyjufélaginu. Það væri hins vegar til einskis. Samningar sem bæta ekki umtalsvert bágborna samkeppnisstöðu Icelandair þýðir að fjárfestum verður ekki stætt á að leggja félaginu til aukið fjármagn og rekstur þess mun því stöðvast. Í þeim skilningi er það rétt að flugliðar standa frammi fyrir afarkostum. Að fá engin laun eða skert laun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur segir að markmiðið sé að neyða fólk í strætó

Sigmundur segir að markmiðið sé að neyða fólk í strætó
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn þurftu að fara í sóttkví eftir atvik í vinnunni – Fá ekki greitt

Lögreglumenn þurftu að fara í sóttkví eftir atvik í vinnunni – Fá ekki greitt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

3,6 milljörðum úthlutað til öflunar hagkvæmra leiguíbúða á landinu

3,6 milljörðum úthlutað til öflunar hagkvæmra leiguíbúða á landinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn Leví bendir á alvarlegan galla við klára fullt kjörtímabil

Björn Leví bendir á alvarlegan galla við klára fullt kjörtímabil
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ríkisstjórnin hafi sýnt styrk sinn

Segir að ríkisstjórnin hafi sýnt styrk sinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví segir Kolbeini að „fokka sér“

Björn Leví segir Kolbeini að „fokka sér“